Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lovísa Arnardóttir skrifar 24. febrúar 2025 09:35 Pan og Krummi voru báðir góðir vinir Árna Grétars. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. Árni Grétar var afar iðinn tónlistarmaður og gaf út fjölda verka eftir sjálfan sig og aðra á plötuútgáfum sínum Móatún 7 og Möller Records. Hann gaf út tvær breiðskífur: LP og Skynvera, margar smáskífur og gerði endurhljóðblandanir fyrir aðila eins og Mick Chillage, Samaris, Ghostigital og Kimono. Hann starfaði einnig í hljómsveitinni Royal ásamt Birni Kristjánssyni sem er þekktur sem Borko og með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. Tónleikarnir eru skipulagðir af Pan Thorarensen og Krumma Björgvinssyni sem báðir voru góðir vinir Árna og bjuggu til tónlist með honum. Sjá einnig: Árni Grétar Futuregrapher látinn Alls koma fram á tónleikunum 21 tónlistarmaður eða hljómsveit, þar á meðal margar sem ekki hafa komið fram um langa hríð eins og Samaris og Sísí Ey. Hver tónlistarmaður eða hljómsveit fá á tónleikunum um tíu mínútur til að flytja sína tónlist og er auk þess gert ráð fyrir fimm mínútum á milli atriða fyrir þau til að koma sér fyrir. „Þetta er alvöru prógramm. Þetta verður eins og maraþon-keyrsla,“ segir Pan. Auk þess að flytja hljóðverk verði margir með visual-a og því verði þetta veisla fyrir bæði augu og eyru. „Þetta eru tvö lög eða eitt langt verk.“ Pan og Árni Grétar héldu marga tónleika saman og gerðu einnig tónlist saman. Pan ætlar á tónleikunum á morgun að heiðra minningu hans með því að spila eitthvað af þeirri tónlist.Aðsend Tónlistamennirnir hafa fengið fyrirmæli um að koma ekki með of mikið af græjum svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég er búinn að segja þeim að koma ekki með allt stúdíóið, en þetta verður eitthvað.“ Pan segir ekki alla hafa komist að sem vildu. Hann og Krummi hafi farið yfir listann og sett saman line-up. „Þegar Bjössi Biogen vinur okkar lést, árið 2011, héldum við tónleika honum til heiðurs,“ segir Pan. Sama maraþon-snið hafi verið á tónleikunum sem haldnir voru í Tjarnarbíó og voru kallaðir Tjarnarbiogen til heiðurs Sigurbirni Þorgrímssyni, Biogen. Ég, Árni Grétar og Andri Már Arnlaugsson héldum þá tónleika og þegar Árni Grétar féll frá hugsaði maður strax hvað við gætum gert. Árna fannst þetta alltaf svo geggjað, það sem við gerðum fyrir Bjössa, þannig við ákváðum bara að gera það sama fyrir hann. Pan segir „kreisí“ að hann sé að gera þetta í annað sinn. „Þetta er auðvitað erfitt fyrir alla, strákana hans og er rosalega skrítið. Maður verður að leyfa minningunni að lifa og vera duglegur að gera eitthvað saman vinirnir,“ segir hann og að þetta verði eflaust ekki í síðasta sinn sem þeir vinirnir gera eitthvað til að minnast Árna Grétars. „Við munum örugglega minnast hans alltaf á hátíðinni minni, Exreme Chill, næstu árin.“ Hann segir marga koma fram á tónleikunum sem hafi ekki komið fram lengi. Krummi og Pan skipulögðu tónleikana. Allur ágóði af þeim rennur til sona Árna Grétars.Vísir/Vilhelm „Til dæmis Samaris, það eru mörg ár frá því að þau komu saman. Og Sísí Ey, þau vildu vera með og það er langt síðan þau spiluðu,“ segir Pan. Önnur barnsmóðir Árna Grétars er í hljómsveitinni Sísí Ey og því sterk tengsl þar líka. „Við feðgarnir og Þorkell Atlason í Stereo Hypnosis komum líka fram. Við verðum með eitthvað tengt Grænlandsverkefninu okkar Árna. Við fórum allir saman til Grænlands og tókum upp plötu þar 2017. Það var rosalega minnisstætt,“ segir Pan og að með verði heimildarmyndband um þá ferð. Tónlist sem Árni gaf út Krummi kemur einnig fram á tónleikunum undir nafninu Húsdreki. „Þetta er raftónlistarverkefni sem Árni var einmitt að gefa út á síðasta ári. Þannig það er skemmtilegt. Við vorum allir svo miklir vinir að við Krummi ákváðum að taka skipulagningu tónleikanna að okkur.“ Tónleikarnir eru í Gamla bíó á morgun, þriðjudag. Allur ágóði miðasölunnar rennur til sona Árna Grétars. Hægt að nálgast miða inn á midix eða við hurð á Gamla Bíó. Tónlistarmennirnir sem koma fram.Aðsend Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Tjarnarbíó Tengdar fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. 4. janúar 2025 10:50 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Árni Grétar var afar iðinn tónlistarmaður og gaf út fjölda verka eftir sjálfan sig og aðra á plötuútgáfum sínum Móatún 7 og Möller Records. Hann gaf út tvær breiðskífur: LP og Skynvera, margar smáskífur og gerði endurhljóðblandanir fyrir aðila eins og Mick Chillage, Samaris, Ghostigital og Kimono. Hann starfaði einnig í hljómsveitinni Royal ásamt Birni Kristjánssyni sem er þekktur sem Borko og með tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. Tónleikarnir eru skipulagðir af Pan Thorarensen og Krumma Björgvinssyni sem báðir voru góðir vinir Árna og bjuggu til tónlist með honum. Sjá einnig: Árni Grétar Futuregrapher látinn Alls koma fram á tónleikunum 21 tónlistarmaður eða hljómsveit, þar á meðal margar sem ekki hafa komið fram um langa hríð eins og Samaris og Sísí Ey. Hver tónlistarmaður eða hljómsveit fá á tónleikunum um tíu mínútur til að flytja sína tónlist og er auk þess gert ráð fyrir fimm mínútum á milli atriða fyrir þau til að koma sér fyrir. „Þetta er alvöru prógramm. Þetta verður eins og maraþon-keyrsla,“ segir Pan. Auk þess að flytja hljóðverk verði margir með visual-a og því verði þetta veisla fyrir bæði augu og eyru. „Þetta eru tvö lög eða eitt langt verk.“ Pan og Árni Grétar héldu marga tónleika saman og gerðu einnig tónlist saman. Pan ætlar á tónleikunum á morgun að heiðra minningu hans með því að spila eitthvað af þeirri tónlist.Aðsend Tónlistamennirnir hafa fengið fyrirmæli um að koma ekki með of mikið af græjum svo allt gangi snurðulaust fyrir sig. „Ég er búinn að segja þeim að koma ekki með allt stúdíóið, en þetta verður eitthvað.“ Pan segir ekki alla hafa komist að sem vildu. Hann og Krummi hafi farið yfir listann og sett saman line-up. „Þegar Bjössi Biogen vinur okkar lést, árið 2011, héldum við tónleika honum til heiðurs,“ segir Pan. Sama maraþon-snið hafi verið á tónleikunum sem haldnir voru í Tjarnarbíó og voru kallaðir Tjarnarbiogen til heiðurs Sigurbirni Þorgrímssyni, Biogen. Ég, Árni Grétar og Andri Már Arnlaugsson héldum þá tónleika og þegar Árni Grétar féll frá hugsaði maður strax hvað við gætum gert. Árna fannst þetta alltaf svo geggjað, það sem við gerðum fyrir Bjössa, þannig við ákváðum bara að gera það sama fyrir hann. Pan segir „kreisí“ að hann sé að gera þetta í annað sinn. „Þetta er auðvitað erfitt fyrir alla, strákana hans og er rosalega skrítið. Maður verður að leyfa minningunni að lifa og vera duglegur að gera eitthvað saman vinirnir,“ segir hann og að þetta verði eflaust ekki í síðasta sinn sem þeir vinirnir gera eitthvað til að minnast Árna Grétars. „Við munum örugglega minnast hans alltaf á hátíðinni minni, Exreme Chill, næstu árin.“ Hann segir marga koma fram á tónleikunum sem hafi ekki komið fram lengi. Krummi og Pan skipulögðu tónleikana. Allur ágóði af þeim rennur til sona Árna Grétars.Vísir/Vilhelm „Til dæmis Samaris, það eru mörg ár frá því að þau komu saman. Og Sísí Ey, þau vildu vera með og það er langt síðan þau spiluðu,“ segir Pan. Önnur barnsmóðir Árna Grétars er í hljómsveitinni Sísí Ey og því sterk tengsl þar líka. „Við feðgarnir og Þorkell Atlason í Stereo Hypnosis komum líka fram. Við verðum með eitthvað tengt Grænlandsverkefninu okkar Árna. Við fórum allir saman til Grænlands og tókum upp plötu þar 2017. Það var rosalega minnisstætt,“ segir Pan og að með verði heimildarmyndband um þá ferð. Tónlist sem Árni gaf út Krummi kemur einnig fram á tónleikunum undir nafninu Húsdreki. „Þetta er raftónlistarverkefni sem Árni var einmitt að gefa út á síðasta ári. Þannig það er skemmtilegt. Við vorum allir svo miklir vinir að við Krummi ákváðum að taka skipulagningu tónleikanna að okkur.“ Tónleikarnir eru í Gamla bíó á morgun, þriðjudag. Allur ágóði miðasölunnar rennur til sona Árna Grétars. Hægt að nálgast miða inn á midix eða við hurð á Gamla Bíó. Tónlistarmennirnir sem koma fram.Aðsend
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Reykjavík Tjarnarbíó Tengdar fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. 4. janúar 2025 10:50 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Árni Grétar Futuregrapher látinn Árni Grétar Jóhannesson, einnig þekktur sem Futuregrapher, er látinn 41 árs að aldri eftir að bíll hans hafnaði í sjónum í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag. Árni var raftónlistamaður og einn stofnenda plötufyrirtækisins Möller Records. 4. janúar 2025 10:50