Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2025 15:32 Kári Egilsson var meðal handhafa verðlaunanna í fyrra og er hér ásamt þáverandi forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2025 verða kunngjörðar á veitingahúsinu Jómfrúnni upp úr kl. 16.00 í dag. Þá kemur það í ljós hvaða verkefni, einstaklingar og hópar það eru sem hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hið gjöfula ár 2024. Tilnefnt er fyrir hljómplötur, lög, tónverk, flutning, söng, tónlistargrafík og -myndbönd, upptökustjórn og textasmíðar. Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem dómnefndarakademía ræður til um tilnefningar og verðlaun inniheldur akademían á þriðja tug fólks sem fjallar og skrifar um tónlist, semur einnig tónlist og hefur af henni mikla unun. Störfum nefndanna er nánast lokið, einungis á eftir að velja handhafa verðlaunanna sjálfra sem afhent verða með pompi og prakt 12. mars í Silfurbergi Hörpu. Djassgítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson mun leika ljúfa tóna í upphafi dagskrárinnar en hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra sem flytjandi ársins. Þess má geta að veitingahúsið Jómfrúin er einnig meðal verðlaunahafa frá í fyrra en verðlaunin hlaut staðurinn fyrir tónlistarviðburð ársins. Loks kemur það í ljós hver það verður sem mun kynna Íslensku tónlistarverðlaunin í ár og verður sérlegur veislustjóri í Silfurbergi miðvikudagskvöldið 12. mars. Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin eru fagverðlaun þar sem dómnefndarakademía ræður til um tilnefningar og verðlaun inniheldur akademían á þriðja tug fólks sem fjallar og skrifar um tónlist, semur einnig tónlist og hefur af henni mikla unun. Störfum nefndanna er nánast lokið, einungis á eftir að velja handhafa verðlaunanna sjálfra sem afhent verða með pompi og prakt 12. mars í Silfurbergi Hörpu. Djassgítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson mun leika ljúfa tóna í upphafi dagskrárinnar en hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra sem flytjandi ársins. Þess má geta að veitingahúsið Jómfrúin er einnig meðal verðlaunahafa frá í fyrra en verðlaunin hlaut staðurinn fyrir tónlistarviðburð ársins. Loks kemur það í ljós hver það verður sem mun kynna Íslensku tónlistarverðlaunin í ár og verður sérlegur veislustjóri í Silfurbergi miðvikudagskvöldið 12. mars.
Íslensku tónlistarverðlaunin Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira