Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 08:00 Kristófer Acox hefur spilað fjölda landsleikja undir stjórn Craig Pedersen en þjálfarinn vill ekki svara því hvort þeir verði fleiri. Samsett/Hulda Margrét/Getty Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfubolta, vill ekki svara því hvort að ósætti við Kristófer Acox verði til þess að Kristófer fái ekki aftur sæti í landsliðinu undir hans stjórn. Athygli vakti að Kristófer, sem er þrautreyndur landsliðsmaður, fimmfaldur Íslandsmeistari og kominn aftur á fulla ferð eftir meiðsli, skyldi ekki valinn í nýafstaðna leiki við Ungverjaland og Tyrkland sem réðu því hvort að Ísland kæmist í lokakeppni EM. „Ég valdi leikmennina sem mér fannst passa best saman fyrir þennan glugga. Ég ræddi þetta við hann og við tókum þessa stefnu. Mér fannst liðsandinn góður í hópnum og þetta er það sem við ákváðum að gera,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. „Hef rætt vel og vandlega um þetta við hann“ Ljóst er að ósætti er á milli landsliðsþjálfarans og Kristófers en Kristófer hefur þó jafnan átt sæti í íslenska landsliðshópnum þegar hann er heill heilsu. Hann gaf ekki kost á sér í tvo leiki við Ítalíu fyrir þremur árum en hefur spilað leiki eftir það svo ljóst er að eitthvað annað eða fleira liggur að baki. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ segir Pedersen. Kristófer Acox ætti alla jafna að gera sterkt tilkall til sætis í EM-hópnum en óvissa ríkir um stöðu hans í landsliðinu.vísir/Hulda Margrét En kemur Kristófer til greina fyrir Evrópumótið í sumar? „Ég held að ég muni ræða þetta við aðstoðarþjálfarana á næstunni en að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta núna. Mér finnst að fókusinn ætti núna að vera á afrek liðsins. Ég valdi liðið út frá því sem ég taldi að myndi passa best saman og ná bestum árangri. Ég stend við það. Fókusinn ætti að vera á afrek liðsins en ekki á leikmenn sem ég valdi ekki,“ segir Pedersen. Yngri leikmenn með í hópnum fyrir EM Ljóst er að EM-hópur Íslands verður að mestu skipaður leikmönnunum sem komu liðinu inn á mótið. Pedersen segir að fyrir sumarið verði valinn stærri æfingahópur sem komi saman til æfinga í þriðju viku júlí en tólf leikmenn fara svo á EM sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Pedersen segir að í æfingahópnum verði meðal annars yngri leikmenn á borð við Almar Atlason og Tómas Val Þrastarson sem eru í bandaríska háskólakörfuboltanum og tóku ekki þátt í undankeppninni en fá tækifæri til að sýna sig og sanna: „Þeir og fleiri eru í hópnum sem mun fá boð á æfingar í sumar. Sá hópur verður aðeins stærri og í honum verða leikmenn sem eiga raunhæfa möguleika á að fara á EM sem og leikmenn sem við sjáum fyrir okkur að muni svo sannarlega tilheyra hópnum á komandi árum, til að þeir öðlist reynslu og geti lært frá eldri leikmönnum.“ Undirbúningur löngu hafinn Pedersen segir að nú séu menn að ná andanum eftir leikinn magnaða og fagnaðarlætin á sunnudag en að á næstu dögum fari allt á fullt í að ákveða nákvæmlega hvernig undirbúningnum fyrir EM verði háttað. Það veltur þó einnig á því hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en dregið verður eftir mánuð, 27. mars. „Við urðum reyndar að byrja þessar áætlanir fyrir tveimur mánuðum. Það er ekki hægt að bíða því hin liðin eru líka að leita sér að mótherjum. Slóvenar sýndu áhuga strax síðasta sumar á að koma hingað, ef við næðum inn á mótið. En það veltur á því hvort við lendum með þeim í riðli því ef svo fer þá held ég að við viljum ekki mætast í vináttuleik,“ segir Pedersen. Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt. Pedersen segir að það skýrist betur eftir að styrkleikaflokkar verði birtir, hvar Ísland endi, en hefur ekki sterka skoðun á því hvar Ísland spilar: „Það er svo vel haldið utan um þetta mót þannig að sama hvert við förum þá verða hlutirnir í góðu lagi.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Athygli vakti að Kristófer, sem er þrautreyndur landsliðsmaður, fimmfaldur Íslandsmeistari og kominn aftur á fulla ferð eftir meiðsli, skyldi ekki valinn í nýafstaðna leiki við Ungverjaland og Tyrkland sem réðu því hvort að Ísland kæmist í lokakeppni EM. „Ég valdi leikmennina sem mér fannst passa best saman fyrir þennan glugga. Ég ræddi þetta við hann og við tókum þessa stefnu. Mér fannst liðsandinn góður í hópnum og þetta er það sem við ákváðum að gera,“ segir Pedersen í samtali við Vísi. „Hef rætt vel og vandlega um þetta við hann“ Ljóst er að ósætti er á milli landsliðsþjálfarans og Kristófers en Kristófer hefur þó jafnan átt sæti í íslenska landsliðshópnum þegar hann er heill heilsu. Hann gaf ekki kost á sér í tvo leiki við Ítalíu fyrir þremur árum en hefur spilað leiki eftir það svo ljóst er að eitthvað annað eða fleira liggur að baki. „Ég kýs að fara ekki út í það. Ég hef þegar rætt vel og vandlega um þetta við hann og fyrir mér þá er það bara á milli mín og hans,“ segir Pedersen. Kristófer Acox ætti alla jafna að gera sterkt tilkall til sætis í EM-hópnum en óvissa ríkir um stöðu hans í landsliðinu.vísir/Hulda Margrét En kemur Kristófer til greina fyrir Evrópumótið í sumar? „Ég held að ég muni ræða þetta við aðstoðarþjálfarana á næstunni en að öðru leyti vil ég ekki ræða þetta núna. Mér finnst að fókusinn ætti núna að vera á afrek liðsins. Ég valdi liðið út frá því sem ég taldi að myndi passa best saman og ná bestum árangri. Ég stend við það. Fókusinn ætti að vera á afrek liðsins en ekki á leikmenn sem ég valdi ekki,“ segir Pedersen. Yngri leikmenn með í hópnum fyrir EM Ljóst er að EM-hópur Íslands verður að mestu skipaður leikmönnunum sem komu liðinu inn á mótið. Pedersen segir að fyrir sumarið verði valinn stærri æfingahópur sem komi saman til æfinga í þriðju viku júlí en tólf leikmenn fara svo á EM sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Pedersen segir að í æfingahópnum verði meðal annars yngri leikmenn á borð við Almar Atlason og Tómas Val Þrastarson sem eru í bandaríska háskólakörfuboltanum og tóku ekki þátt í undankeppninni en fá tækifæri til að sýna sig og sanna: „Þeir og fleiri eru í hópnum sem mun fá boð á æfingar í sumar. Sá hópur verður aðeins stærri og í honum verða leikmenn sem eiga raunhæfa möguleika á að fara á EM sem og leikmenn sem við sjáum fyrir okkur að muni svo sannarlega tilheyra hópnum á komandi árum, til að þeir öðlist reynslu og geti lært frá eldri leikmönnum.“ Undirbúningur löngu hafinn Pedersen segir að nú séu menn að ná andanum eftir leikinn magnaða og fagnaðarlætin á sunnudag en að á næstu dögum fari allt á fullt í að ákveða nákvæmlega hvernig undirbúningnum fyrir EM verði háttað. Það veltur þó einnig á því hverjir andstæðingar Íslands verða á EM en dregið verður eftir mánuð, 27. mars. „Við urðum reyndar að byrja þessar áætlanir fyrir tveimur mánuðum. Það er ekki hægt að bíða því hin liðin eru líka að leita sér að mótherjum. Slóvenar sýndu áhuga strax síðasta sumar á að koma hingað, ef við næðum inn á mótið. En það veltur á því hvort við lendum með þeim í riðli því ef svo fer þá held ég að við viljum ekki mætast í vináttuleik,“ segir Pedersen. Komandi Evrópumót verður haldið í fjórum borgum í fjórum mismunandi löndum: Tampere í Finnlandi, Katowice í Póllandi, Riga í Lettlandi og Limassol á Kýpur. Gestgjafaþjóðirnar eru í þeirri stöðu að geta valið eina þjóð til að leika í sínum riðli og óhætt er að segja að íslenska landsliðið sé eftirsótt. Pedersen segir að það skýrist betur eftir að styrkleikaflokkar verði birtir, hvar Ísland endi, en hefur ekki sterka skoðun á því hvar Ísland spilar: „Það er svo vel haldið utan um þetta mót þannig að sama hvert við förum þá verða hlutirnir í góðu lagi.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira