Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 19:00 Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Vísir/Bjarni Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga. Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Fyrirtaka var í héraðsdómi í gær í máli piltsins sem sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í fyrra. Hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir lést af sárum sínum, en önnur stúlka og piltur særðust einnig. Líkt og greint var frá í Kompás fylgdist árásarmaðurinn, sem er fyrrverandi kærasti stúlkunnar sem lifði af, með ferðum hennar í gegnum staðsetningarforritið Live360 kvöldið örlagaríka. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði pilturinn skoðað staðsetningu stúlkunnar 148 sinnum daginn sem árásin var framin. Samkvæmt farsímagögnum var Skúlagata 4 síðasta staðsetning stúlkunnar sem skoðuð var úr síma piltsins fyrir árásina. Sjá einnig: Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir stúlkunni að þau hafi deilt staðsetningu sinni með hvort öðru í appinu á meðan þau voru í sambandi. Enn hafi verið opið fyrir aðgang að upplýsingunum eftir að sambandinu lauk. Foreldrar þurfi einnig að þekkja hætturnar Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að afar almennt er meðal ungmenna að nýta sambærileg forrit til að deila staðsetningu sinni með öðrum og þykir jafnvel ekkert tiltöku mál. Það geti verið þægilegt að vita hvar vinirnir eru og jafnvel veitt ákveðið öryggi þegar staðsetningu er deilt með vinum og fjölskyldu sem viðkomandi treystir. Helga Þórisdóttir, forstjóri persónuverndar segir erindi sem tengjast slíkum forritum ekki hafa borist til stofnunarinnar. Þróunin sé hins vegar áhyggjuefni. „Við viljum náttúrlega öryggi barna sem mest. Þarna held ég að sé aðallega kannski hættan að börn séu ekki að láta of stóran hóp til dæmis vita hvar þau ætli að vera. Vegna þess að það gefur náttúrlega augaleið að það getur boðið hættunni heim að einhver, fyrir utan foreldra og forráðamenn, viti hvar barnið er,“ segir Helga. Foreldrar nýta tæknina einmitt einnig í auknum mæli til að fylgjast með börnum sínum í öryggisskyni. Það segir Helga ekki hættulaust heldur. „Þú ert búinn að búa til einhverja rás í rauninni þannig að þú getir fylgst með barninu þínu. En þá er þarna komin rás fyrir kannski kunnáttufólk að komast inn í þau samskipti. Það hefur sýnt sig til dæmis að með því að nota ákveðin öpp í farsímanum, þá ert þú í rauninni búinn að búa til ákveðið aðgengi, jafnvel óprúttinna aðila og þeirra sem hafa ekki gott í hyggju,“ segir Helga.
Samfélagsmiðlar Persónuvernd Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Símanotkun barna Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira