Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2025 20:05 Þórdís og Ingólfur, sem dansa saman á heimsleikum Special Olympics en þau fara út 7. mars og eiga að keppa 11. mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Hér erum við að tala um Þórdísi Erlingsdóttur og Ingólf Bjart Magnússon dansfélaga hennar en þau munu keppa í þjóðdansaflokki á leikunum. Þórdís er skráður keppandinn í flokki fatlaðra en Ingólfur er ófatlaður en er hennar dansherra. „Já, þetta verður gaman. Ég er að dansa við Ingólf, hann er góður dansari”, segir Þórdís og Ingólfur bætir við að honum lítist mjög vel á að fara að dansa með Þórdísi á ólympíuleikunum, hann sé fyrst og fremst spenntur. „Þórdís stendur sig mjög vel“, segir Ingólfur. En ætla þau Þórdís að koma með verðlaun heim? „Já, við gerum okkar besta. Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn,” segir Þórdís, sem er líkt og Ingólfur mjög spennt fyrir verkefninu. Það eru allir sammála um að dansparið hafið staðið sig mjög vel á öllum æfingum „Já, já, mjög vel enda eru þau að æfa af kappi og eru bara mjög dugleg við þetta, algjörlega,” segir Lilja Rut Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. En Þórdís og Ingólfur eru ekki einu keppendurnir frá Íslandi eða hvað? „Nei, það fara fimm keppendur, þau tvö og tvö úr skautunum og einn skíðakeppandi. Þannig að það eru að fara fimm keppendur og nokkrir þjálfarar og læknir. Þetta verður alvöru hópferð,” segir Tinna Karen Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. Lilja Rut (t.v.) og Tinna Karen hrósa Þórdísi og Ingólfi sérstaklega fyrir dugnað þeirra á æfingum síðustu vikur og mánuði fyrir heimsleikana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og uppáhalds dansinn hennar Þórdísar er Vals þó hún ætli ekki að dansa hann á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Fjórir aðrir keppendur frá Íslandi taka þátt á heimsleikunum með Þórdísi dansara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða dansfélagsins Kópavogur Dans Ólympíuleikar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Hér erum við að tala um Þórdísi Erlingsdóttur og Ingólf Bjart Magnússon dansfélaga hennar en þau munu keppa í þjóðdansaflokki á leikunum. Þórdís er skráður keppandinn í flokki fatlaðra en Ingólfur er ófatlaður en er hennar dansherra. „Já, þetta verður gaman. Ég er að dansa við Ingólf, hann er góður dansari”, segir Þórdís og Ingólfur bætir við að honum lítist mjög vel á að fara að dansa með Þórdísi á ólympíuleikunum, hann sé fyrst og fremst spenntur. „Þórdís stendur sig mjög vel“, segir Ingólfur. En ætla þau Þórdís að koma með verðlaun heim? „Já, við gerum okkar besta. Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn,” segir Þórdís, sem er líkt og Ingólfur mjög spennt fyrir verkefninu. Það eru allir sammála um að dansparið hafið staðið sig mjög vel á öllum æfingum „Já, já, mjög vel enda eru þau að æfa af kappi og eru bara mjög dugleg við þetta, algjörlega,” segir Lilja Rut Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. En Þórdís og Ingólfur eru ekki einu keppendurnir frá Íslandi eða hvað? „Nei, það fara fimm keppendur, þau tvö og tvö úr skautunum og einn skíðakeppandi. Þannig að það eru að fara fimm keppendur og nokkrir þjálfarar og læknir. Þetta verður alvöru hópferð,” segir Tinna Karen Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. Lilja Rut (t.v.) og Tinna Karen hrósa Þórdísi og Ingólfi sérstaklega fyrir dugnað þeirra á æfingum síðustu vikur og mánuði fyrir heimsleikana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og uppáhalds dansinn hennar Þórdísar er Vals þó hún ætli ekki að dansa hann á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Fjórir aðrir keppendur frá Íslandi taka þátt á heimsleikunum með Þórdísi dansara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða dansfélagsins
Kópavogur Dans Ólympíuleikar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira