Frá þessu greinir Hagstofa Íslands en í frétt á vef stofnunarinnar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,91 prósent á milli mánaða. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 1,06 prósent frá janúar 2025.
„Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% (áhrif á vísitöluna 0,17%) og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 5,6% (0,26%),“ segir á vef Hagstofunnar.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreiningi í febrúar 2025, sem er 641,3 stig, gildir til verðtryggingar í apríl 2025.