„Litla höggið í sjálfstraustið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2025 14:02 Steinunn Björnsdóttir segir Framkonur klárar í slaginn. Tíminn sé til kominn að vinna Val, á ný. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. „Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi. Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira
„Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi.
Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Leik lokið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Leik lokið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Sjá meira