„Litla höggið í sjálfstraustið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2025 14:02 Steinunn Björnsdóttir segir Framkonur klárar í slaginn. Tíminn sé til kominn að vinna Val, á ný. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. „Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi. Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
„Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi.
Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira