Flokki fólksins einum refsað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:43 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. vísir/Anton Brink Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“ Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu hefur fylgi Flokks fólksins fallið um tæp fimm prósentustig frá kosningunum í nóvember og er það mesta breyting á stöðu stjórnmálaflokks á tímabilinu. Það stendur nú í níu prósentum og dróst saman um tæp fjögur prósentustig á milli kannana. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir fylgishrunið fyrr á ferðinni en hann hafi átt von á, þrátt fyrir að það hafi verið viðbúið að einhverju leyti. „Það mátti auðvitað alltaf gera ráð fyrir því að flokkur af þessu tagi myndi tapa fylgi við það eitt að setjast í ríkisstjórn; áskorandaflokkur fremur en flokkur sem hefur fest sig í sessi sem einn af meginflokkum flokkakerferfisins,“ segir Eiríkur. „En til viðbótar hafa ýmis erfiðleikamál verið í kringum Flokk fólksins, bæði hvað varðar eftirgjöf málefna og fjárhagsleg mál flokksins og einstakra þingmanna hans.“ Í seinni tíð hafi stjórnarseta jafnan reynst flokkum dýrkeyptari en áður. Björt Framtíð þurrkaðist út af þingi eftir setu í ríkisstjórn og Vinstri Græn nú síðast. Í könnuninni stendur fylgi samstarfsflokkanna Samfylkingar og Viðreisnar í stað eða braggast aðeins. „Þannig að kostnaður á stjórnarsetunni fellur allur á Flokk fólksins að þessu sinni,“ segir Eiríkur. Óralangt sé þó til næstu kosninga í pólitísku samhengi og ómögulegt að segja til um þróunina til lengri tíma. Kallar á gerjun á vinstri vængnum Samkvæmt könnuninni bæta Sósíalistar aðeins við sig og mælast með 5,5 prósent. Þá haldast Píratar og Vinstri Grænir stöðugir í kringum þrjú prósent. Eírkur segir athyglivert að flokkarnir þrír sem ekki náðu á inn á þing haldi sjó og bendir á að samanlagt séu þeir með um tólf prósenta fylgi. „Ef við tökum Sósíalista, Pírata og Vinstri Græna saman að þá hafa þessir flokkar auðvitað umtalsvert fylgi og myndu vera bara stór og myndugur þingflokkur væru þeir saman, en í sitt hvoru lagi eru þau öll út af þingi. Það er auðvitað athyglivert og þessi skoðanakönnun kallar á einhverja gerjun á vinstri vængnum,“ segir Eiríkur. „Myndu þessir þrír flokkar ná saman eru allar líkur á að þetta yrði burðugt framboð sem myndi ná inn á þing.“
Flokkur fólksins Píratar Viðreisn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skoðanakannanir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira