Enski boltinn

UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christopher Nkunku og liðsfélagar hans í Chelsea hafa flestir kostað félagið skildinginn.
Christopher Nkunku og liðsfélagar hans í Chelsea hafa flestir kostað félagið skildinginn. AP/John Walton

Lið Chelsea á árinu 2024 hefur verið útnefnt dýrasta knattspyrnulið sögunnar af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA.

Þetta eru niðurstöðurnar í samantekt á fjármálum og fjárfestingum félaganna en þær voru birtar í nýrri skýrslu á vegum sambandsins.

Eyðsla ensku liðanna á leikmannamarkaðnum jókst um sautján prósent milli ára og hefur aldrei verið meiri eða meira en tveir milljarðar evra.

Níu af tuttugu dýrustu liðum heims spila í ensku úrvalsdeildinni. ESPN segir frá skýrslunni.

Chelsea situr samt eitt á toppnum. Síðan að Todd Boehly og fjárfestingafélagið Clearlake Capital eignaðist félagið hefur það keypt 41 leikmann í sex félagsskiptagluggum.

Skýrslan segir að í lok ársins 2023 hafði leikmannahópurinn hjá Chelsea kostað 1,7 milljarða evra.

Það bætti met leikmannahóps Manchester United frá 2023 sem var 1,4 milljarðar evra.

Ekkert félag í Evrópu eyddi heldur meira í leikmenn frá júlí 2019 til júní 2024.

Chelsea eyddi tveimur milljörðum evra í nýja leikmenn á þessum tíma sem er meira en Manchester City [1,175 milljarður evra] og Arsenal [1,145 milljarður evra] og mun meira en Barcelona [733 milljónir evra] eða Liverpool [657 milljónir evra] samkvæmt fyrrnefndri skýrslu.

Þrátt fyrir allt þessa eyðslu þá situr Chelsea bara í fimmta ensku úrvalsdeildarinnar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×