Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. mars 2025 20:01 Kristín Pétursdóttir býr í fallegri íbúð við Njálsgötu í Reykjavík. Heimili hennar er innréttað af mikilli smekkvísi. Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli) Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli)
Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01