Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 10:32 Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara. Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara.
Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01