Rætt var við bæði Aron Can og Væb bræður í Brennslunni í morgun. Óhætt er að segja að tónlistarmennirnir hafi verið í góðum gír. Aron Can kom í fyrsta skipti fram á Þjóðhátíð einungis sextán ára gamall fyrir níu árum síðan. Hann lofar sýningu og hefur nokkur járn í eldinum líkt og fram kemur í útvarpsþættinum.
Þjóðhátíð fer að venju fram verslunarmannahelgi í Herjólfsdal. Um er að ræða langstærstu útihátíð landsins og er forsala eins og áður segir hafin á dalurinn.is. Væb bræður sögðust í Brennslunni ekki geta beðið, þeir hafi í rauninni ekki búist við því að fá að spila í ár.