Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2025 14:03 Haraldur Þór fjallaði m.a. um nýja Ölfusárbrú á opnum fundi hjá Framsóknarfélaginu á Selfossi á dögunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps undrast að það eigi að setja gjaldtöku á nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss og segir það ósanngjarnt fyrir íbúa á Suðurlandi að þurfa að borga fyrir það að aka yfir brú til að komast á höfuðborgarsvæðið. Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Bygging nýrrar brúar Ölfusá er hluti af verkefninu Hringvegur um Ölfusá hjá Vegagerðinni, sem snýst um færslu Hringvegarins út fyrir þéttbýlið á Selfossi. Byggja á 330 metra langa brú, sem mun kosta um 18 milljarða króna. Brúin verður stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Brúargólfið verður 19 metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum akstursstefnum, ásamt göngu- og hjólaleið. Gjaldtaka verður yfir nýju brúna, sem Haraldi Þór Jónssyni, oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. „Auðvitað er ég sáttur við brúna en við verðum samt að horfa á það að þetta er í fyrsta sinn, sem er verið að setja gjaldtöku á íbúa á Suðurlandi af því að núverandi vegakerfi er sprungið. Hingað til hafa veggjöld snúist um að stytta tíma. Ég held að þetta sé svolítið sérstakt þegar við hérna á Suðurlandi með alla þessa mikilvægu orkuinnviði, sem er lífæð samfélagsins á höfuðborgarsvæðinu þurfum allt í einu að fara að borga yfir brú til að komast í bæinn, mér finnst það ekki rétt,” segir Haraldur Þór Ósanngjarn segir oddvitinn. „Það er miklu eðlilegra að það sé rukkað kílómetragjald jafnt á alla og svo framvegis.” Gjaldtaka verður yfir nýja brú yfir Ölfusá, sem oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps hugnast ekki. Brúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp. Kostnaður við hana verður um 18 milljarðar króna.Aðsend Ætlar þú ekki að aka yfir nýju brúna á rafmagnsbílnum þínum? „Jú að sjálfsögðu mun ég aka yfir brúna og borga með bros á vör en það breytir því ekki að mér finnst þetta ósanngjarnt,” segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar við nýju brúnna, sem stefnt er að verði fullbyggð í október 2028. Ekkert mun kosta að aka yfir núverandi Ölfusárbrú þegar nýja brúin verður tekin í notkun enda hefur aldrei kostað neitt að aka yfir brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Skeiða- og Gnúpverjahreppur Neytendur Vegtollar Vegagerð Samgöngur Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira