„Sigur er alltaf sigur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. mars 2025 14:07 Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar. „Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
„Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira