Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 08:37 Fjölskylda í Jabaliya á Gasa brýtur föstu á fyrsta degi Ramadan. AP/Jehad Alshrafi Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira
Fyrsta fasa vopnahlésis lauk um helgina og þvert á það sem gert var ráð fyrir eru viðræður um annan fasann rétt hafnar. Bæði Ísraelsmenn og Hamas hafa sent samningamenn til að ræða við fulltrúa Egyptalands og Katar en eru á sama tíma sagðir undirbúa áframhaldandi átök. Sameinuðu þjóðirnar og Arabaríkin hafa gagnrýnt Ísraelsmenn fyrir að hafa ákveðið að banna frekari flutning neyðargagna inn á Gasa, þar sem þau segja þeim stolið af Hamasliðum. Nokkrar birgðir eru til á svæðinu, þannig að íbúum stendur ekki ógn af ákvörðuninni enn sem komið er. Áætlað er að um 25 gíslar séu enn í haldi Hamas og líkamsleifar yfir 30. Ísraelar vilja að Hamas samþykki tillögu um sjö vikna framlengingu á fyrsta fasa vopnahlésins og láti helming lifandi gísla lausa og afhendi helming líkamsleifanna. Áframhald átaka yrði hræðileg niðurstaða fyrir íbúa Gasa, sem margir hverjir eru nýkomnir heim.AP/Jehad Alshrafi Hamas-samtökin vilja hins vegar ganga til samninga um fasa tvö, sem átti að fela í sér brotthvarf Ísraelshers frá Gasa, endalok átaka og uppbyggingu. Ísraelsstjórn er sögð hafa afar takmarkaðan áhuga á þessu, þar sem markmiðið sé enn algjör útrýming hernaðararms Hamas. Samkvæmt heimildarmönnum New York Times eru báðir aðilar raunar að búa sig undir að átök brjótist út á ný, sem er það síðasta sem íbúar Gasa vilja. Hamasliðar eru sagðir hafa verið að safna ósprungnum sprengjum og nýjum liðsmönnum og Ísraelsmenn lagt drög að áframhaldandi aðgerðum, þar sem skotmarkið yrðu innviðir Hamas og þjófnaður á neyðargögnum. NY Times hefur eftir heimildarmönnum að það eina sem geti stoppað Ísraelsmenn frá því að hefja árásir á ný sé inngrip Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira