Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. mars 2025 17:02 Þormóður lét nýverið taka íbúðina í gegn sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta. Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs. Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Íbúðin er rúmlega 138 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 1985. Húsið er nokkuð þekkt í borginni og var hannað af Ingimundi Sveinssyni arkitekt sem hannaði meðal annars Perluna á sínum tíma. Þormóður sagði frá því í þættinum Heimsókn á Stöð 2 að hönnunin hefði verið sameiginlegt verkefni hans og eiginkonunnar Sigríðar Garðarsdóttur. Sigríður féll frá sumarið 2023 eftir erfið veikindi. Náttúrulegur efniviður og vandað handbragð Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í íbúðinni sem minnir einna helst á stærðarinnar hótelsvítu. Innréttingasmíðin er hin vandaðasta þar sem unnið er með dökkbæsaðri eik og óreglulegar standandi fræsingar í viðnum gefa skemmtilega áferð. Óhætt er að fullyrða að ekkert hafi verið til sparað við endurnýjunina. Eldhús, borðstofa og stofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með stórum gluggum. Á gólfum er ljóst viðargólf í fiskibeinamynstri sem gefur eigninni mínímalískt og skandinavískt yfirbragð. Eldhúsið er rúmgott og vel skipulagt með stórri eyju og innréttingum á tvo vegu sem ná upp í loft. Innra byrði skápanna er klætt marmara og speglum, en borð inni í þeim eru úr kvartsteini. Eyjan er klædd fallegum marmara í brúntóna lit með áberandi æðum sem setur sterkan svip á rýmið. Heitir pottar og sundlaug Úr stofunni er gengið inn í rúmgóða hjónasvítu þar sem sérsmíðaðar glerhurðir með svörtum stálramma skilja rýmin að. Innan af svefnherberginu er rúmgott fataherbergi og glæsilegt baðherbergi, sem einnig er aðgengilegt frá forstofu. Úr stofunni og hjónaherberginu er útgengt á stórar svalir með fallegu útsýni til suðurs og vesturs. Við húsið er afgirt lóð með sundlaug og heitum pottum. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Hér að neðan má sjá brot úr þætti af Heimsókn í febrúar þegar Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Þormóðs.
Hús og heimili Fasteignamarkaður Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira