Veður

Vinda­samt og rigning

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti fer aftur lækkandi að frostmarki.
Hiti fer aftur lækkandi að frostmarki. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan tíu til átján metrum á sekúndu í dag þar sem má reikna með éljum á vestanverðu landinu, en rigningu eða slyddu austantil í fyrstu.

Á vef Veðurstofunnar segir að í éljum megi búast við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum. Þegar líður á daginn léttir svo til á austan- og norðaustanverðu landinu.

Hiti fer aftur lækkandi að frostmarki.

„Lægir á morgun með dálitlum éljum á víð og dreif, en þurrt að mestu norðaustantil. Lítilháttar snjókoma eða slydda suðaustanlands. Hiti breytist lítið. Hiti um eða fyrir frostmarki að deginum.

Á fimmtudag verður suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Él eða slydduél í flestum landshlutum, en bjart að mestu austanlands. Hiti nálægt frostmarki en kólnar um kvöldið.

Á föstudag verður norðlæg átt. Él á norðanverðu landinu, en bjart veður sunnan heiða. Frost um mest allt land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og skýjað að mestu. Él á víð og dreif, en dálítil snjókoma eða slydda á suðaustanverðu landinu seinnipartinn. Hiti um eða rétt yfir frostmarki.

Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en skýjað og dálítil él norðanlands. Hiti um eða undir frostmarki.

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu, en bjartviðri sunnantil. Frost 0 til 5 stig.

Á laugardag og sunnudag: Fremur hæg breytileg átt. Bjart með köflum, en él á stöku stað, einkum við ströndina. Áfram frost um allt land.

Á mánudag: Útlit fyrir vestlæga átt. Víða bjart veður og frost 2 til 7 stig, en skýjað og hiti um eða yfir frostmarki vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×