„Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 21:22 Hús við Nátthaga sem er umlukið sjó sem flætt hefur upp á land. Vísir/Bjarki Stór svæði eru á floti í Suðurnesjabæ eftir veðrið sem hefur gengið þar yfir síðustu daga. Bæjarstjórinn segist lengi hafa kallað eftir bættum sjóflóðavörnum á svæðinu. Bryggjunni í Vogum hefur verið lokað vegna skemmda. Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús. Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Aftakaveður hefur gengið yfir Suðurnesin síðustu daga. Í gær losnuðu bátar sem lágu við Sandgerðishöfn og einn kastaðist upp á bryggjuna. Þá var þak við það að fjúka af húsi í Sandgerði og þurfti björgunarsveit að taka þakjárnið af húsinu og koma því inn. Við Nátthaga, rétt utan við Sandgerði, var allt á floti þegar fréttastofu bar að garði í dag. Vatn hafði flætt langt upp á land en Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir mikið hafa gengið þar á. „Það voru mjög krefjandi aðstæður hérna um helgina. Það var mikill vindur og læti. Mikill áhlaðandi samfara stórstreymi og háflæði. Allt er þetta eitruð blanda. Það flæddi víða hérna í Suðurnesjabæ með ströndinni, óvenju mikið,“ segir Magnús. Magnús Stefánsson er bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.Suðurnesjabær Bæjaryfirvöld hafi lengi reynt að vekja athygli á því að það þurfi að stórefla sjóflóðavarnir á svæðinu. „Því miður hefur okkur ekki orðið nógu ágengt í því. Við höfum sýnt fram á með alls konar gögnum ákveðna hættu á ákveðnum stöðum. Það liggur allt fyrir og er að raungerast þessa dagana sem við höfum óttast og verið að benda á. Það er alveg klárt mál að það þarf að ráðast í miklu meiri sjóflóðavarnir. Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir, ein tegund af náttúruhamförum sem áttu sér stað hér um helgina,“ segir Magnús. Sjórinn var til vandræða á fleiri stöðum um helgina. Í Reykjavík náði flóð langt upp á land úti á Granda og varð þar mikið tjón. Í Vogum á Vatnsleysuströnd er búið að loka bryggjunni vegna tjóns. „Við könnumst við ofanflóð, snjóflóð og aurflóð. Í raun og veru mætti skilgreina þetta á sama hátt,“ segir Magnús.
Veður Náttúruhamfarir Vogar Suðurnesjabær Hafnarmál Tengdar fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11 Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43 Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Kona sem hefur búið að Fiskislóð í ellefu ár segist aldrei hafa orðið vitni að jafn kraftmiklum öldum. 3. mars 2025 20:11
Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. 4. mars 2025 10:43
Þak flettist af húsi í Sandgerði Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði var kölluð út á öðrum tímanum í nótt vegna þaks sem var að fjúka af húsi í bænum. 3. mars 2025 06:28