Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2025 11:01 Ísland tryggði sig inn á EM í þriðja sinn með mögnuðum sigri gegn Tyrklandi fyrir rúmri viku. vísir/Anton Samningaviðræður á milli Póllands og Íslands eru í höfn og verða þjóðirnar saman í D-riðli á EM í körfubolta í lok ágúst. Framkvæmdastjóri KKÍ segir þetta þýða einfaldara skipulag, lægri reikning og betri aðstöðu fyrir Ísland. Það er jafnframt ljóst að Ísland verður í riðli með Luka Doncic og félögum frá Slóveníu. Riðillinn verður spilaður í Katowice í Póllandi og því ljóst að Íslendingar munu flykkjast þangað þegar EM hefst 27. ágúst, rétt eins og þeir gerðu þegar Ísland komst á EM 2015 og 2017. EM fer fram í fjórum löndum og mátti hvert þeirra velja sér eina þjóð í sinn riðil. Lettland valdi Eistland, Finnland valdi Litháen og Kýpur valdi Grikkland. KKÍ ræddi við hina gestgjafana en samdi á endanum við Pólverja sem voru síðastir að ákveða sig. FIBA Europe hefur nú lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun. Pólland og Ísland verða samstarfsþjóðir á EM sem hefst 27. ágúst.FIBA Europe Mikill áhugi á leikjum Íslands „Við vitum núna strax hvar við verðum á EM,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Á næstu dögum getum við því farið að skoða miðasölu á mótið, vinna það með okkar samstarfsaðilum á borð við Icelandair upp á pakkaferðir að gera. Við erum þá allavegana á undan öllum öðrum þjóðum sem að verða í Póllandi að gera þetta, getum farið að skipuleggja okkur.“ Ísland mun spila í hinni glæsilegu Spodek höll sem tekur um 9.000 manns í sæti. Mikill áhugi er nú þegar fyrir leikjum Íslands að sögn Hannesar og munu frekari upplýsingar um miðasölu á leikina og sölu á pakkaferðum verða birtar á næstu dögum. Fá betri aðstöðu og lægri reikning „Við verðum með sérstakt Íslendingasvæði og margt í framkvæmdinni sem við fáum að vera með puttana í sem gerir okkar íslensku áhorfendum auðveldara að mæta á svæðið og hafa gaman. Svo er það hitt. Það er líka körfuboltalega séð margt jákvætt í þessu. Við fáum aðeins betri og stærri aðstöðu á hótelinu, þá er þetta aðeins jákvætt fjárhagslega. Við sömdum við Pólverjana með það meðal annars í huga. Á alla kanta er þetta í raun jákvætt. En það sem mestu skiptir er að áður en dregið verður í riðla í lok mars getum við verið farin af stað með miðasöluna, sölu á pakkaferðum og aðra vinnu svo við getum tryggt að sem flestir áhorfendur frá Íslandi geti komist á mótið.“ Þá er samkomulagið jákvætt upp á kostnað KKÍ vegna þátttöku á mótinu að gera. „Stutta útfærslan er sú að þeir taka aðeins meiri þátt í kostnaði viðveru okkar í Póllandi. Það verður ódýrara fyrir okkur að borga reikninginn þegar að við förum heim,“ segir Hannes. Slóvenar eina lausa liðið úr flokki tvö Slóvenar verða í riðli Íslands vegna þess að þeir eru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki, fyrst búið er að raða Lettlandi, Litháen og Grikklandi í riðla. Það ræðst svo í drættinum 27. mars hvaða þrjú lið til viðbótar verða í riðli með Íslandi, Póllandi og Slóveníu. Í riðilinn vantar lið úr efsta styrkleikaflokki, fjórða og fimmta flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn 27. mars.FIBA Hvaða lið bætast í riðilinn? Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Ísland í sjötta og neðsta styrkleikaflokki, ásamt Svíþjóð, Portúgal og Kýpur, þrátt fyrir að hafa endað fyrir ofan Tyrkland í næstefsta sæti síns undanriðils. Raðað var í styrkleikaflokka út frá nýjasta heimslista FIBA. Liðin sem Ísland gæti fengið úr efsta flokki eru: Serbía, Þýskaland, Frakkland og Spánn. Úr fjórða flokki gætu komið: Georgía, Tyrkland eða Ísrael. Úr fimmta flokki gætu komið: Belgía, Bosnía eða Bretland. Höll sem handboltalið Íslands spilaði í Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noregi í fyrsta leik. Katowice er um það bil 300.000 manna borg í suðurhluta Póllands, nærri landamærunum að Tékklandi og Slóvakíu, en alls búa hátt í 2 milljónir manna á Katowice-svæðinu. Borgin er í rúmlega 80 kílómetra fjarlægð frá Kraká. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Riðillinn verður spilaður í Katowice í Póllandi og því ljóst að Íslendingar munu flykkjast þangað þegar EM hefst 27. ágúst, rétt eins og þeir gerðu þegar Ísland komst á EM 2015 og 2017. EM fer fram í fjórum löndum og mátti hvert þeirra velja sér eina þjóð í sinn riðil. Lettland valdi Eistland, Finnland valdi Litháen og Kýpur valdi Grikkland. KKÍ ræddi við hina gestgjafana en samdi á endanum við Pólverja sem voru síðastir að ákveða sig. FIBA Europe hefur nú lagt blessun sína yfir þessa ákvörðun. Pólland og Ísland verða samstarfsþjóðir á EM sem hefst 27. ágúst.FIBA Europe Mikill áhugi á leikjum Íslands „Við vitum núna strax hvar við verðum á EM,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Á næstu dögum getum við því farið að skoða miðasölu á mótið, vinna það með okkar samstarfsaðilum á borð við Icelandair upp á pakkaferðir að gera. Við erum þá allavegana á undan öllum öðrum þjóðum sem að verða í Póllandi að gera þetta, getum farið að skipuleggja okkur.“ Ísland mun spila í hinni glæsilegu Spodek höll sem tekur um 9.000 manns í sæti. Mikill áhugi er nú þegar fyrir leikjum Íslands að sögn Hannesar og munu frekari upplýsingar um miðasölu á leikina og sölu á pakkaferðum verða birtar á næstu dögum. Fá betri aðstöðu og lægri reikning „Við verðum með sérstakt Íslendingasvæði og margt í framkvæmdinni sem við fáum að vera með puttana í sem gerir okkar íslensku áhorfendum auðveldara að mæta á svæðið og hafa gaman. Svo er það hitt. Það er líka körfuboltalega séð margt jákvætt í þessu. Við fáum aðeins betri og stærri aðstöðu á hótelinu, þá er þetta aðeins jákvætt fjárhagslega. Við sömdum við Pólverjana með það meðal annars í huga. Á alla kanta er þetta í raun jákvætt. En það sem mestu skiptir er að áður en dregið verður í riðla í lok mars getum við verið farin af stað með miðasöluna, sölu á pakkaferðum og aðra vinnu svo við getum tryggt að sem flestir áhorfendur frá Íslandi geti komist á mótið.“ Þá er samkomulagið jákvætt upp á kostnað KKÍ vegna þátttöku á mótinu að gera. „Stutta útfærslan er sú að þeir taka aðeins meiri þátt í kostnaði viðveru okkar í Póllandi. Það verður ódýrara fyrir okkur að borga reikninginn þegar að við förum heim,“ segir Hannes. Slóvenar eina lausa liðið úr flokki tvö Slóvenar verða í riðli Íslands vegna þess að þeir eru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki, fyrst búið er að raða Lettlandi, Litháen og Grikklandi í riðla. Það ræðst svo í drættinum 27. mars hvaða þrjú lið til viðbótar verða í riðli með Íslandi, Póllandi og Slóveníu. Í riðilinn vantar lið úr efsta styrkleikaflokki, fjórða og fimmta flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM-dráttinn 27. mars.FIBA Hvaða lið bætast í riðilinn? Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er Ísland í sjötta og neðsta styrkleikaflokki, ásamt Svíþjóð, Portúgal og Kýpur, þrátt fyrir að hafa endað fyrir ofan Tyrkland í næstefsta sæti síns undanriðils. Raðað var í styrkleikaflokka út frá nýjasta heimslista FIBA. Liðin sem Ísland gæti fengið úr efsta flokki eru: Serbía, Þýskaland, Frakkland og Spánn. Úr fjórða flokki gætu komið: Georgía, Tyrkland eða Ísrael. Úr fimmta flokki gætu komið: Belgía, Bosnía eða Bretland. Höll sem handboltalið Íslands spilaði í Íslendingar þekkja höllina glæsilegu í Katowice, Spodek, eftir að íslenska karlalandsliðið spilaði í henni á EM í handbolta árið 2016. Sú keppni fór reyndar hræðilega fyrir Ísland sem endaði neðst í sínum riðli og féll strax úr keppni, þrátt fyrir sigur á Noregi í fyrsta leik. Katowice er um það bil 300.000 manna borg í suðurhluta Póllands, nærri landamærunum að Tékklandi og Slóvakíu, en alls búa hátt í 2 milljónir manna á Katowice-svæðinu. Borgin er í rúmlega 80 kílómetra fjarlægð frá Kraká.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Viðræður eru enn í fullum gangi á milli Körfuknattleikssambands Íslands og Pólverja um samstarf í lokakeppni EM karla sem hefst 27. ágúst. Niðurstaða gæti fengist í dag en líklegt þykir að Ísland spili í pólsku borginni Katowice og mæti þar NBA-stórstjörnunni Luka Doncic. 28. febrúar 2025 11:02