Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. mars 2025 12:00 Alisson ver eitt níu skota sinna gegn Paris Saint-Germain. ap/Aurelien Morissard Alisson átti frábæran leik í marki Liverpool þegar liðið sigraði Paris Saint-Germain, 0-1, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. PSG sótti stíft í leiknum og átti alls 27 skot að marki Liverpool. Níu þeirra fóru á markið en Alisson varði þau öll. Í Meistaradeildarmörkunum mærðu þeir Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson brasilíska markvörðinn. „Hann hefur úrslitaáhrif í þessum leik. Aftur, ef þú tekur spilamennskuna hjá París, hún er góð, varnarleikurinn hjá Liverpool slapp en hann á vörslur sem ráða algjörlega úrslitum í þessum leik,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Alisson Kjartan Atli Kjartansson spurði þá Sigurbjörn og Ólaf hvort Alisson væri besti markvörður heims í dag. „Þegar Alisson er á þessum stað, eins og hann var í kvöld, eru fáir sem stugga við honum. Við sjáum hversu fljótur hann er út af línunni, hann er að taka þessi skot og hvernig hann ver þau. Mér finnst reyndar allar markvörslur góðar ef þú verð hann, ekki hvort þú verð hann rétt eða ekki. Staðsetningar og svo er hann fínn að spila boltanum út, langt, stutt. Alltaf rólegur,“ sagði Ólafur. Sigurbjörn henti nafninu Emilanos Martínez, markvarðar Aston Villa og argentínska landsliðsins, fram. „Martínez getur átt geggjaður vörslur en það er ofboðslega miklar tilfinningarsveiflur í honum og leikurinn fer eftir því,“ sagði Ólafur. Vörslurnar hjá Alisson og umræðuna um hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
PSG sótti stíft í leiknum og átti alls 27 skot að marki Liverpool. Níu þeirra fóru á markið en Alisson varði þau öll. Í Meistaradeildarmörkunum mærðu þeir Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson brasilíska markvörðinn. „Hann hefur úrslitaáhrif í þessum leik. Aftur, ef þú tekur spilamennskuna hjá París, hún er góð, varnarleikurinn hjá Liverpool slapp en hann á vörslur sem ráða algjörlega úrslitum í þessum leik,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Alisson Kjartan Atli Kjartansson spurði þá Sigurbjörn og Ólaf hvort Alisson væri besti markvörður heims í dag. „Þegar Alisson er á þessum stað, eins og hann var í kvöld, eru fáir sem stugga við honum. Við sjáum hversu fljótur hann er út af línunni, hann er að taka þessi skot og hvernig hann ver þau. Mér finnst reyndar allar markvörslur góðar ef þú verð hann, ekki hvort þú verð hann rétt eða ekki. Staðsetningar og svo er hann fínn að spila boltanum út, langt, stutt. Alltaf rólegur,“ sagði Ólafur. Sigurbjörn henti nafninu Emilanos Martínez, markvarðar Aston Villa og argentínska landsliðsins, fram. „Martínez getur átt geggjaður vörslur en það er ofboðslega miklar tilfinningarsveiflur í honum og leikurinn fer eftir því,“ sagði Ólafur. Vörslurnar hjá Alisson og umræðuna um hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34
Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33
„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. 6. mars 2025 08:02