Innlent

Hagræðingartillögur gagn­rýndar og heims­málin rædd

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við dómsmálaráðherra um hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar. 

Ein tillagan gengur út á að fækka hæstaréttardómurum sem forseti réttarins gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær. Hann getur væntanlega andað rólega því dómsmálaráðherra segist ekki hafa í hyggju að ráðast í slíkar breytingar.

Þá fylgjumst við með umræðum á Alþingi í morgun, meðal ananars um fíknivandann og aðgerðir til að bregðast við honum.

Einnig tökum við stöðuna á heimsmálunum en leiðtogar Evrópussambandslandanna hittast í Brussel í dag til að ræða málin.

Í sportinu er það svo Bónusdeildin í körfubolta og tíðindi sem borist hafa af tveimur íslenskum landsliðskonum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×