Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2025 22:56 Það hafa komið upp dæmi þar sem mjög ung börn finna nikótínpúða á leikvelli og stingi upp í sig. Vísir/Rakel Ósk Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni. Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“ Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“
Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira