Veður

Yfir­leitt hægur vindur en all­víða él

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður í kringum frostmark yfir daginn, en kaldara inn til landsins.
Hiti verður í kringum frostmark yfir daginn, en kaldara inn til landsins. Vísir/Vilhelm

Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Hiti verður í kringum frostmark yfir daginn, en kaldara inn til landsins.

„Fremur hæg norðlæg átt á morgun og líkur á snjókomu á Austurlandi. Þurrt að mestu í öðrum landshlutum og suðvestantil má búast við björtu og fallegu veðri. Frost 0 til 9 stig, kaldast í innsveitum.

Á sunnudag verður veður svo áfram með rólegasta móti, suðvestan gola eða kaldi og stöku él, en bjart að mestu á Suðaustur- og Austurlandi. Hlýnar heldur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og stöku él, en dálítil snjókoma við austurströndina. Bjart að mestu á Suðvesturlandi. Frost víða 0 til 7 stig.

Á sunnudag: Vestlæg eða breytileg átt 3-10. Skýjað með köflum norðan- og vestanlands og líkur á stöku éljum, annars bjart að mestu. Heldur hlýnandi.

Á mánudag: Vestan og norðvestan 5-15, hvassast norðaustantil. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en léttskýjað suðaustanlands. Hiti 0 til 6 stig að deginum.

Á þriðjudag og miðvikudag: Vestlæg átt og bjart að mestu, en skýjað á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Suðvestan- og vestanátt og skýjað með köflum. Hiti 1 til 7 stig yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×