„Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 17:45 Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska. Bjarni/Aðsend Maður sem missti hundinn sinn í upphafi árs segir það hafa þónokkur áhrif á sorgarferlið að vita ekki hvað varð um hræ hundsins en það týndist í meðhöndlun dýraspítala. Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“ Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Hjörleifur Davíðsson, eigandi Kölska, var erlendis þegar að hundurinn hans Prins kvaddi þennan heim í janúar eftir tólf ára samfylgd. Vinur Hjörleifs sem var með hundinn í pössun fór með hræið á Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti sem heitir nú Animalía þar sem til stóð senda leifarnar í brennslu og koma öskunni fyrir í sérstakri krukku með loppufari hundsins. Það átti að taka um fimm vikur að fá kerið afhent en sú varð ekki raunin. „Svo hringi ég hérna í gær og athuga stöðuna og þá finnst ekkert um hundinn. Hann kom þarna inn sextánda janúar enn eftir það er ekkert vitað hvar hann endaði.“ Endaði í almennri sorpbrennslu Hundshræið átti að senda í brennslu á dýraspítala í Garðabæ en þangað barst það aldrei. „Líklegasta skýringin er að, þær nota Terra sem er sorpeyðingarferilsstöð, Terra nota Kölku sem er á Suðurnesjum og það er líklegasta skýringin að hann hafi endað í sorpeyðingarstöðinni þar,“ sagði Hjörleifur í samtali við fréttastofu í gær en í dag fékk hann þær fregnir staðfestar að hræ hundsins hafi endað í ruslinu. „Hundurinn minn er sóttur á Dýraspítalann í Grafarholti af Terra. Terra fer með hann til Kölku í Reykjanesbæ sem er sorpeyðingarstöð. En þegar þangað er komið þá enda dýrin í almennri sorpbrennslu með almennu rusli. Kalka skráir ekki hvaða dýr eða hversu mörg dýr koma til þeirra. Einungis vigtuð þyngd, enda fyrir þeim er bara verið að brenna úrgang. Það er því staðfest hér með að litli besti vinur minn endaði í ruslinu,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Boðið tómt ker sem sárabætur Animalía hafi boðið Hjörleifi tómt ker til minningar um hundinn þegar að mistökin urðu ljós. Í tilkynningu frá stjórnendum Animalíu kemur fram að fyrirtækið harmi að mannleg mistök hafi átt sér stað. Þá er áréttað að atvikið hafi átt sér stað á meðan fyrirtækið starfaði sem Dýralæknamiðstöðin Grafarholti. Nýir eigendur hafi tekið við í janúar og ekki gefist kostur á að yfirfara alla verkferla, núverandi starfsemi sé með allt öðru sniði. „Ég óska engum að lenda í þessu með gæludýrið sitt. Flestir vilja hafa það hjá sér, það sem eftir er. Þetta er náttúrulega leiðinlegt. Maður hefði fengið lok, svona með þetta ker. Svo er náttúrulega líka vont að ég var úti þegar þetta gerðist svo ég fékk svo sem ekki að kveðja hann sjálfur.“
Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira