Handbolti

Engir Ís­lendingar en samt ekkert vanda­mál hjá Melsungen í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi í kvöld.
Andri Már Rúnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Getty/Jan Woitas

Íslensku landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson gátu ekki spilað með liði Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta vegna meiðsla en það kom ekki í veg fyrir að liðið jók forskot sitt á toppnum.

Melsungen hafði betur á móti Íslendingaliðinu SC DHfK Leipzig á heimavelli sínum.

Melsungen vann að lokum níu marka sigur, 34-25, eftir að hafa verð fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12.

Forskot Melsungen er nú þrjú stig en bæði Füchse Berlin og Hannover-Burgdorf eiga leik inni.

Melsungen hafði tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og því mikilvægt að klára þennan leik.

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar í Leipzig eru í tólfa sæti deildarinnar með átta sigra og þrettán töp í 22 leikjum.

Andri Már Rúnarsson hélt uppi heiðri Íslendinga og skoraði fjögur mörk fyrir lið pabba síns í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×