„Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2025 20:53 Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, finnst meirihlutinn í Reykjavík byrja á vitlausum enda. Hún segir að fyrst þurfi ríkisstjórnin að búa til lagaramma í kringum hjólhýsabyggð áður en hún sé formlega skipulögð. Vísir/Bjarni Eitt af forgangsverkum nýs meirihluta í borgarstjórn er að finna íbúum hjólhýsa nýtt svæði innan borgarmarkanna og verður umhverfis- og skipulagsráði falið að finna staðinn. Sem stendur halda íbúarnir til á iðnaðarsvæði á Sævarhöfða. Í upphafi árs kviknaði í nokkrum hjólhýsum uppi á Sævarhöfða. Krafan um betri stað varð enn háværari eftir brunann. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Aðstæður þar hafa verið óviðunandi og það hefur verið gagnrýnt mikið. Í fyrri meirihluta var ekki vilji til þess að leysa það mál og ég var í svolitlum vanda sem formaður umhverfis-og skipulagsráðs af því mér var í rauninni ekki heimilt að finna nýtt svæði fyrir þennan hóp sem býr þarna og við erum öll sammála um að þetta sé ekki í lagi.“ Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins setur spurningamerki við að Reykjavíkurborg ætli sér að skipuleggja hjólhýsabyggð í ljósi þess að regluverk fyrir slíka búsetu sé ekki fyrir hendi. Það sé til dæmis ekki hægt að skrá lögheimili í hjólhýsi. „Ef þær ætluðu að heimila þetta þá þyrfti regluverkið að endurspegla það, sem það gerir ekki. Það er engin fráveita, ekkert regluverk um eldvarnir og annað og ég spyr mig líka er þetta viðunandi húsnæði við börn? Ég set spurningamerki við það. Þetta er ekki skilgreint inn í deiliskipulagi. Það er bara svo margt sem þarf að gera. Ég tel að það sé algjörlega útilokað að það verði eitthvað drastískt gert á 15 mánuðum og mér finnst þetta vera lagt fram í ábyrgðaleysi þar sem það er ákveðinn ómöguleiki til staðar. Mér finnst þetta ábyrgðaleysi að lofa einverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum,“ segir Sandra. Þrátt fyrir að hún styðji frelsi fólks til að velja búsetuform þá verði lagarammi að vera til staðar. Íslendingar séu heppnir með það hversu miklar gæðakröfur séu gerðar til íbúahúsnæðis. „Við heimilum ekki einu sinni að fólk sé með skráð lögheimili í atvinnuhúsnæði sem er þó betur byggt og betur búið að öllum gæða og öryggis stöðlum heldur en hjólhýsi. Þannig að þau eru svolítið að byrja á vitlausum enda en þeim er í lófa lagt að gera eitthvað i því þar sem þessi meirihluti situr líka inni á þingi þannig að þau ættu að byrja þar.“ Dóra Björt er formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Bjarni Gagnrýni minnihlutans var borin undir Dóru Björt. „Staðan er sannarlega þannig í dag að þarna eru einstaklingar sem neyðast til að búa þarna og hafa ekki í önnur hús að venda. Þarna eru líka einstaklingar sem velja þetta sem sinn lífsstíl en á meðan staðan er þannig þá verðum við að vera raunsæ og horfast í augu við þessar aðstæður, þá er ekki hægt að loka augunum, vera aðeins of fín fyrir það að ætla að leysa þetta því okkur hentar ekki að gera það eða þetta er ekki lífsstíll sem okkur finnst ásættanlegur. Okkar finnst það ekki vera í lagi að gera það. Við viljum finna þessu nýjan og ásættanlegan stað og svo ræða næstu skref til frambúðar í samráði við þennan hóp. Hann á það skilið að við tökum þeirra aðstæður alvarlega og leysum þessi mál með þeim,“ segir Dóra Björt. Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. 8. janúar 2025 19:42 Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Í upphafi árs kviknaði í nokkrum hjólhýsum uppi á Sævarhöfða. Krafan um betri stað varð enn háværari eftir brunann. Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Aðstæður þar hafa verið óviðunandi og það hefur verið gagnrýnt mikið. Í fyrri meirihluta var ekki vilji til þess að leysa það mál og ég var í svolitlum vanda sem formaður umhverfis-og skipulagsráðs af því mér var í rauninni ekki heimilt að finna nýtt svæði fyrir þennan hóp sem býr þarna og við erum öll sammála um að þetta sé ekki í lagi.“ Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins setur spurningamerki við að Reykjavíkurborg ætli sér að skipuleggja hjólhýsabyggð í ljósi þess að regluverk fyrir slíka búsetu sé ekki fyrir hendi. Það sé til dæmis ekki hægt að skrá lögheimili í hjólhýsi. „Ef þær ætluðu að heimila þetta þá þyrfti regluverkið að endurspegla það, sem það gerir ekki. Það er engin fráveita, ekkert regluverk um eldvarnir og annað og ég spyr mig líka er þetta viðunandi húsnæði við börn? Ég set spurningamerki við það. Þetta er ekki skilgreint inn í deiliskipulagi. Það er bara svo margt sem þarf að gera. Ég tel að það sé algjörlega útilokað að það verði eitthvað drastískt gert á 15 mánuðum og mér finnst þetta vera lagt fram í ábyrgðaleysi þar sem það er ákveðinn ómöguleiki til staðar. Mér finnst þetta ábyrgðaleysi að lofa einverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum,“ segir Sandra. Þrátt fyrir að hún styðji frelsi fólks til að velja búsetuform þá verði lagarammi að vera til staðar. Íslendingar séu heppnir með það hversu miklar gæðakröfur séu gerðar til íbúahúsnæðis. „Við heimilum ekki einu sinni að fólk sé með skráð lögheimili í atvinnuhúsnæði sem er þó betur byggt og betur búið að öllum gæða og öryggis stöðlum heldur en hjólhýsi. Þannig að þau eru svolítið að byrja á vitlausum enda en þeim er í lófa lagt að gera eitthvað i því þar sem þessi meirihluti situr líka inni á þingi þannig að þau ættu að byrja þar.“ Dóra Björt er formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Bjarni Gagnrýni minnihlutans var borin undir Dóru Björt. „Staðan er sannarlega þannig í dag að þarna eru einstaklingar sem neyðast til að búa þarna og hafa ekki í önnur hús að venda. Þarna eru líka einstaklingar sem velja þetta sem sinn lífsstíl en á meðan staðan er þannig þá verðum við að vera raunsæ og horfast í augu við þessar aðstæður, þá er ekki hægt að loka augunum, vera aðeins of fín fyrir það að ætla að leysa þetta því okkur hentar ekki að gera það eða þetta er ekki lífsstíll sem okkur finnst ásættanlegur. Okkar finnst það ekki vera í lagi að gera það. Við viljum finna þessu nýjan og ásættanlegan stað og svo ræða næstu skref til frambúðar í samráði við þennan hóp. Hann á það skilið að við tökum þeirra aðstæður alvarlega og leysum þessi mál með þeim,“ segir Dóra Björt.
Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. 8. janúar 2025 19:42 Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað. 8. janúar 2025 19:42
Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið. 8. janúar 2025 10:28