Sport

Svind­laði á öllum lyfja­prófum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam „Pacman“ Jones lék lengi vel í NFL-deildinni.
Adam „Pacman“ Jones lék lengi vel í NFL-deildinni. Bart Young/Getty Images

Adam „Pacman“ Jones lék alls 13 ár í NFL-deildinni með Tennessee Titans, Dallas Cowboys, Cincinnati Bengals og Denver Broncos. Á þeim tíma svindlaði hann á öllum lyfjaprófum sem hann fór í.

Jones var nýverið gestur í þættinum We Got Time Today. Þar var hann spurður út í kannabisneyslu sína en hann hefur lengi vel verið talsmaður THC sem er helsta hráefnið í kannabis.

Jones er ekki eini leikmaður NFL-deildarinnar sem hefur dásamað kannabis en vegna hörkunnar sem fylgir íþróttinni þá hjálpar kannabis mönnum að deyfa verkina. Jafnframt er það ekki jafn ávanabindandi og verkjalyf sem eru oftar en ekki hinn valkosturinn.

Í viðtalinu var Jones spurður hvort hann hefði verið annar leikmaður hefði deildin ekki tekið jafn hart á kannabisneyslu og hún gerði þegar hann var að spila.

„Sko, ég hætti aldrei að reykja. Ég hef alltaf reykt, þegar ég spilaði og eftir að skórnir fóru á hilluna. Ég er mikill talsmaður THC.“

Hann viðurkenndi að hafa svindlað á lyfjaprófum.

„Ég var virkilega góður. Fólk veit ekki hversu klár ég er. Ég get sagt það núna því ég er ekki lengur leikmaður í deildinni. Ég notaði aldrei eigið piss í lyfjaprófum, bara aldrei.“

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×