Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 10:47 Gianni Infantino sýnir Donald Trump gulllykilinn sem Bandaríkjaforseti fær að hafa í sínum fórum. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið afhentan sérstakan gulllykil sem gengur að nýstárlegum og glæsilegum verðlaunagrip HM félagsliða í fótbolta. Hann var við sama tækifæri spurður út í HM landsliða 2026 og áhrif illdeilna í tollamálum en sagði þær bara gera mótið meira spennandi. Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira
Trump fékk Gianni Infantino, forseta FIFA, í heimsókn í Hvíta húsið á föstudag þar sem Infantino svipti hulunni af nýja verðlaunagripnum sem er einmitt vandlega merktur Infantino. Sérstakur gulllykill gengur að bikarnum og er hægt að opna hann til þess að hreyfa hluta hans til, eins og Infantino sýndi og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Trump fékk svo lykilinn og verður með hann í sínum fórum, sem og verðlaunagripinn sem afhentur verður 13. júlí í sumar eftir 32 liða HM félagsliða sem hefst 14. júní og fer fram í Bandaríkjunum. Tilefni fundarins í gær var þó aðallega að greina frá því að Trump yrði formaður sérstaks starfshóps sem ætlað er að hafa umsjón með undirbúningi HM landsliða sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sumarið 2026. Löndin hafa sem kunnugt er átt í illdeilum vegna tollamála undanfarið og var Trump spurður út í áhrif þeirra á HM. „Ég held að þetta geri það bara meira spennandi. Togstreita [e. tension] er jákvæð. Ég held að hún geri þetta mun meira spennandi,“ sagði Trump. HM landsliða 2026 verður fyrsta mótið eftir stækkun og munu 48 þjóðir taka þátt. Leikið verður í 16 borgum og þar af eru 11 í Bandaríkjunum en einnig er leikið í Toronto og Vancouver í Kanada, og í Guadalajara, Mexíkóborg og Monterrey í Mexíkó. Mótið fer fram 11. júní til 19. júlí á næsta ári. Ísland byrjar undankeppni HM í september og leikur í fjögurra liða riðli með Aserbaídsjan, Úkraínu og annað hvort Króatíu eða Frakklandi (sigurliðinu úr einvígi þeirra í Þjóðadeildinni í þessum mánuði). Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Sjá meira