Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. mars 2025 19:48 Á myndinni eru Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar tryggingar og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Aðsend Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi. Tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum upplifir ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni. Ein birtingarmynd ofbeldisins er fjárhagslegt ofbeldi. „Fjárhagslegt ofbeldi, sá þáttur er að hækka í tegundum ofbeldis í nánum samböndum. Hvort sem það er vegna þess að konur eru meðvitaðri um að það er ofbeldi. Það er erfitt að segja til um það. Við erum að sjá sífellt nýjar leiðir sem farnar eru til þess að beita fjárhagslegu ofbeldi. Annað hvort með því að halda þolendum frá sameiginlegum fjármunum, að þær skrifi undir alls konar plögg þannig að þær standi uppi slippar og snauðar eftir ofbeldissamband og margt þvíumlíkt,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið hefur undanfarið veitt tryggingarfélaginu Verði ráðgjöf við þróun á nýrri tryggingarvernd á Íslandi fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem felur í sér að fólk í þessari stöðu geti fengið bætur. Fyrirmyndin kemur frá erlendum tryggingafélögum. Ólíkt því sem er þar þarf ekki lögregluskýrslu til að fá bæturnar hér heldur dugar staðfesting frá fagaðila. Mikilvægt að fá fyrirtækin með „Í öllum samtölum sem við höfum verið að eiga þá sjáum við að fjárhagslegi hlutinn er oft flókinn og það að geta þá sótt stuðning þegar þetta er að gerast þá vonum við að þetta geti þá hjálpað fólki að breyta aðstæðum sínum frekar.“ Linda segir þetta hafa mikla þýðingu og þá sé mikilvægt að fá fyrirtækin með í baráttuna. „Þetta er barátta okkar allra og þetta vinnst aldrei nema við gerum þetta saman og á öllum stigum þjóðfélagsins og fyrirtækin eru þar mikilvæg. Það eru aðilar innan allra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og það er mikilvægt að þau að finna að þau hafa þennan stuðning.“ Hluti af öllum heimilistryggingum Verndin er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar, gildir fyrir öll kyn og kemur án viðbótarkostnaðar. „Það er sorgleg staðreynd að heimilið sé einn hættulegasti staðurinn fyrir konur. Við sem samfélag, við getum breytt þessu. Það er okkar hlutverk að vera til staðar fyrir fólk þegar áföll dynja á. Við hjá Verði ákváðum að bæta við Heimilisverndina okkar, þannig að öll sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi eru tryggð og geta nú með einföldum hætti sótt í trygginguna og fengið fjárhagslegar bætur, og þannig frekar breytt aðstæðum sínum,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar Trygginga, í tilkynningu um þessa nýju vernd. Til að tryggingin nái til sem flestra ákváðum við að bæta henni við hefðbundna heimilistryggingu sem lang flest heimili eru nú þegar með og hefur hingað til tryggt fólk fyrir slysum og veraldlegum eigum. „Það hefur verið mikill styrkur að fá faglega ráðgjöf Kvennaathvarfsins við að móta verndina og ferlið í kringum hana. Með því að hefja vegferðina með þeim erum við að byrja þar sem þörfin er mest. Auk þess erum við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og eiga samtöl við aðra fagaðila. Við sjáum fyrir okkur að í vegferðinni framundan þá þróist verndin og aðrir fagaðilar komi að ferlinu. Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækt og það er ekki í lagi. Þetta varðar okkur öll,“ segir Guðbjörg Heiða. Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Tryggingar Tengdar fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi. 9. mars 2025 18:08 „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. 13. febrúar 2025 21:14 Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. 12. desember 2024 22:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sýna að ein af hverjum þremur konum upplifir ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann á ævinni. Ein birtingarmynd ofbeldisins er fjárhagslegt ofbeldi. „Fjárhagslegt ofbeldi, sá þáttur er að hækka í tegundum ofbeldis í nánum samböndum. Hvort sem það er vegna þess að konur eru meðvitaðri um að það er ofbeldi. Það er erfitt að segja til um það. Við erum að sjá sífellt nýjar leiðir sem farnar eru til þess að beita fjárhagslegu ofbeldi. Annað hvort með því að halda þolendum frá sameiginlegum fjármunum, að þær skrifi undir alls konar plögg þannig að þær standi uppi slippar og snauðar eftir ofbeldissamband og margt þvíumlíkt,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Kvennaathvarfið hefur undanfarið veitt tryggingarfélaginu Verði ráðgjöf við þróun á nýrri tryggingarvernd á Íslandi fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem felur í sér að fólk í þessari stöðu geti fengið bætur. Fyrirmyndin kemur frá erlendum tryggingafélögum. Ólíkt því sem er þar þarf ekki lögregluskýrslu til að fá bæturnar hér heldur dugar staðfesting frá fagaðila. Mikilvægt að fá fyrirtækin með „Í öllum samtölum sem við höfum verið að eiga þá sjáum við að fjárhagslegi hlutinn er oft flókinn og það að geta þá sótt stuðning þegar þetta er að gerast þá vonum við að þetta geti þá hjálpað fólki að breyta aðstæðum sínum frekar.“ Linda segir þetta hafa mikla þýðingu og þá sé mikilvægt að fá fyrirtækin með í baráttuna. „Þetta er barátta okkar allra og þetta vinnst aldrei nema við gerum þetta saman og á öllum stigum þjóðfélagsins og fyrirtækin eru þar mikilvæg. Það eru aðilar innan allra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og það er mikilvægt að þau að finna að þau hafa þennan stuðning.“ Hluti af öllum heimilistryggingum Verndin er nú hluti af öllum heimilistryggingum Varðar, gildir fyrir öll kyn og kemur án viðbótarkostnaðar. „Það er sorgleg staðreynd að heimilið sé einn hættulegasti staðurinn fyrir konur. Við sem samfélag, við getum breytt þessu. Það er okkar hlutverk að vera til staðar fyrir fólk þegar áföll dynja á. Við hjá Verði ákváðum að bæta við Heimilisverndina okkar, þannig að öll sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi eru tryggð og geta nú með einföldum hætti sótt í trygginguna og fengið fjárhagslegar bætur, og þannig frekar breytt aðstæðum sínum,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar Trygginga, í tilkynningu um þessa nýju vernd. Til að tryggingin nái til sem flestra ákváðum við að bæta henni við hefðbundna heimilistryggingu sem lang flest heimili eru nú þegar með og hefur hingað til tryggt fólk fyrir slysum og veraldlegum eigum. „Það hefur verið mikill styrkur að fá faglega ráðgjöf Kvennaathvarfsins við að móta verndina og ferlið í kringum hana. Með því að hefja vegferðina með þeim erum við að byrja þar sem þörfin er mest. Auk þess erum við erum búin að vinna mikla undirbúningsvinnu og eiga samtöl við aðra fagaðila. Við sjáum fyrir okkur að í vegferðinni framundan þá þróist verndin og aðrir fagaðilar komi að ferlinu. Ofbeldi í nánum samböndum er víðtækt og það er ekki í lagi. Þetta varðar okkur öll,“ segir Guðbjörg Heiða.
Kynbundið ofbeldi Heimilisofbeldi Jafnréttismál Mannréttindi Tryggingar Tengdar fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi. 9. mars 2025 18:08 „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. 13. febrúar 2025 21:14 Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. 12. desember 2024 22:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi. 9. mars 2025 18:08
„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. 13. febrúar 2025 21:14
Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. 12. desember 2024 22:02