Slökktu á rafmagninu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2025 10:25 Íbúar Gasastrandarinnar búa við slæmar aðstæður en Ísraelar hafa stöðvað flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið og nú rafmagn sem mikilvægt er til framleiðslu drykkjarvatns fyrir íbúa. AP/Jehad Alshrafi Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27