Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 14:01 Sjávarrannsóknasetrið Röst vill fá leyfi til þess að veita basalausn út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka aðferð til þess að auka kolefnisupptöku sjávar. Röst/Þráinn Kolbeinsson Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. Rannsóknafélagið Röst hefur óskað eftir leyfi til þess að veita basalausn út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka hvort fýsilegt sé að auka kolefnisbindingu hafsins með því að örva svonefnda basavirkni þess. Utanríkisráðuneytið, sem fer með leyfisveitingar vegna hafrannsókna, er með umsóknina til umfjöllunar og á niðurstaða þess að liggja fyrir í þessum mánuði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti bókun um að sveitarfélagið legðist ekki gegn því að Röst fengi leyfi til þess að gera tilraunina í lok febrúar. Byggði hún á að afar ólíklegt væri að tilraunin hefði neikvæði áhrif á lífríki fjarðarins nema mjög tímabundið rétt við losunarstaðinn. Þá lægi fyrir ítarleg áhættugreining og viðbragðsáætlun ef eitthvað færi úrskeiðis. Áréttaði sveitarstjórnin þó að ákvörðunin um leyfisveitinguna yrði tekin að vel ígrunduðu máli. Telja tilraunina skaða atvinnustarfsemi og lífríki Allt annan tón kvað við í umsögn Kjósarhrepps til ráðuneytisins sem sveitarfélagið skilaði í síðustu viku. Þar setti sveitarstjórnin sig alfarið upp á móti framkvæmd rannsóknarinnar, meðal annars á þeim forsendum að Röst hygðist losa eiturefni í hafið sem hefði skaðleg áhrif á atvinnustarfsemi eins og laxveiðar og ferðaþjónustu. Fyrirhuguð tilraun Rastar felur í sér að veita tæplega 200.000 lítrum af 4,5 prósent natríumhýdroxíðlausn, eða vítissódalausn, út í sjóinn við dreifingarstöð Olíudreifingar nærri botni Hvalfjarðar. Ætlunin er að kanna hvort að þannig sé hægt að auka kolefnisbindingu sjávar án þess að auka súrnun hans á sama tíma með því að líkja eftir náttúrulegi ferli þar sem veðrun basísks bergs gerir hafið móttækilegra fyrir upptöku koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Bæði Hafrannsóknastofnun og Umhverfis- og orkustofnun hafa mælt með því að utanríkisráðuneytið samþykki umsókn Rastar enda hafi tilraunin mikilvægt vísindalegt gildi og sé ekki líkleg til að hafa skaðleg áhrif á lífríki Hvalfjarðar. Báðar stofnanir leituðu ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga. Kjósarhreppur var upphaflega ekki með í samráði um starfsemi Rastar í Hvalfirði en óskaði eftir að fá að skila umsögn um tilraunina til utanríkisráðuneytisins. Segja alla vísindamenn Hafró vanhæfa Í umsögn sinni mótmælti sveitarstjórn Kjósarhrepps fullyrðingum talsmanna Rastar um að tilraunin hefði ekki áhrif á vistkerfi fjarðarins. Röst hefði með engu móti fært fram sannfærandi vísindaleg rök fyrir máli sínu. Engu að síður sagðist sveitarstjórnin ekki geta geta fært fram vísindaleg rök gegn tilrauninni enda hefði hún ekki aðgang að nauðsynlegri þekkingu til þess. Því væri nauðsynlegt að ráðuneytið sinnti rannsóknarskyldu sinni við leyfisveitinguna. Hélt sveitarstjórnin því fram að ótækt væri að byggja á gögnum frá Röst við mat á umsókninni. Þá fullyrti hún að allir vísindamenn Hafrannsóknastofnunar væri vanhæfir vegna þess að hún vann grunnmælingar á ástandi Hvalfjarðar með styrk frá Röst. Þar sem utanríkisráðuneytið gæti ekki rannsakað málið til hlýtar á þeim tíma sem væri til stefnu bæri því að hafna umsókninni fyrir þetta ár. Talin mögulega vænleg aðferð til þess að takast á við loftslagsvá Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur nú súrnun sjávar til viðbótar við hnattræna hlýnun. Súrnunin takmarkar getu hafsins til þess að taka við koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Markmið rannsóknar Rastar er að kanna hvort að hægt sé að líkja eftir náttúrulegri kolefnisbindingu sem á sér stað við veðrun bergs. Þegar basískt berg molnar og skolast út í sjó lækkar það sýrustig sjávar og gerir honum kleift að taka við meiri koltvísýringi úr lofti án þess að hann súrni frekar. Talið er að hægt sé að binda allt að milljarð tonna af koltvísýringi á ári með því að örva basavirkni sjávar. Mannkynið losar um 35 milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári. Aukning á basavirkni sjávar er á meðal þeirra aðgerða sem taldar vænlegar til árangurs til þess að glíma við loftslagsvandann. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur lagt áherslu á að rannsaka þá aðferð sérstaklega. Enn ríkir þó óvissa um umhverfisáhrif slíkra aðgerða og nauðsynlegt er talið að meta þau til að tryggja að aðgerðirnar valdi ekki skaðlegum áhrifum á sjávarvistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði Vísi í síðasta mánuði að mikilvægt væri að rannsaka kolefnisbindingaraðferðir líkt og Röst vill gera í Hvalfirði óháð því hvort þær reyndust raunhæfar eða ekki. Ella væri hætta á einhverjir freistuðust til þess að beita þeim aðferðum án þess að þær bæru raunverulegan árangur og með mögulega skaðlegum áhrifum fyrir umhverfið. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknafélag sem hyggur ekki á kolefnisbindingarstarfsemi. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, hefur sagt að reynist aðferðin raunhæf verði henni beitt á alþjóðlegu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa en ekki í íslenskum fjörðum. Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Hafið Vísindi Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Sjá meira
Rannsóknafélagið Röst hefur óskað eftir leyfi til þess að veita basalausn út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka hvort fýsilegt sé að auka kolefnisbindingu hafsins með því að örva svonefnda basavirkni þess. Utanríkisráðuneytið, sem fer með leyfisveitingar vegna hafrannsókna, er með umsóknina til umfjöllunar og á niðurstaða þess að liggja fyrir í þessum mánuði. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti bókun um að sveitarfélagið legðist ekki gegn því að Röst fengi leyfi til þess að gera tilraunina í lok febrúar. Byggði hún á að afar ólíklegt væri að tilraunin hefði neikvæði áhrif á lífríki fjarðarins nema mjög tímabundið rétt við losunarstaðinn. Þá lægi fyrir ítarleg áhættugreining og viðbragðsáætlun ef eitthvað færi úrskeiðis. Áréttaði sveitarstjórnin þó að ákvörðunin um leyfisveitinguna yrði tekin að vel ígrunduðu máli. Telja tilraunina skaða atvinnustarfsemi og lífríki Allt annan tón kvað við í umsögn Kjósarhrepps til ráðuneytisins sem sveitarfélagið skilaði í síðustu viku. Þar setti sveitarstjórnin sig alfarið upp á móti framkvæmd rannsóknarinnar, meðal annars á þeim forsendum að Röst hygðist losa eiturefni í hafið sem hefði skaðleg áhrif á atvinnustarfsemi eins og laxveiðar og ferðaþjónustu. Fyrirhuguð tilraun Rastar felur í sér að veita tæplega 200.000 lítrum af 4,5 prósent natríumhýdroxíðlausn, eða vítissódalausn, út í sjóinn við dreifingarstöð Olíudreifingar nærri botni Hvalfjarðar. Ætlunin er að kanna hvort að þannig sé hægt að auka kolefnisbindingu sjávar án þess að auka súrnun hans á sama tíma með því að líkja eftir náttúrulegi ferli þar sem veðrun basísks bergs gerir hafið móttækilegra fyrir upptöku koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Bæði Hafrannsóknastofnun og Umhverfis- og orkustofnun hafa mælt með því að utanríkisráðuneytið samþykki umsókn Rastar enda hafi tilraunin mikilvægt vísindalegt gildi og sé ekki líkleg til að hafa skaðleg áhrif á lífríki Hvalfjarðar. Báðar stofnanir leituðu ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga. Kjósarhreppur var upphaflega ekki með í samráði um starfsemi Rastar í Hvalfirði en óskaði eftir að fá að skila umsögn um tilraunina til utanríkisráðuneytisins. Segja alla vísindamenn Hafró vanhæfa Í umsögn sinni mótmælti sveitarstjórn Kjósarhrepps fullyrðingum talsmanna Rastar um að tilraunin hefði ekki áhrif á vistkerfi fjarðarins. Röst hefði með engu móti fært fram sannfærandi vísindaleg rök fyrir máli sínu. Engu að síður sagðist sveitarstjórnin ekki geta geta fært fram vísindaleg rök gegn tilrauninni enda hefði hún ekki aðgang að nauðsynlegri þekkingu til þess. Því væri nauðsynlegt að ráðuneytið sinnti rannsóknarskyldu sinni við leyfisveitinguna. Hélt sveitarstjórnin því fram að ótækt væri að byggja á gögnum frá Röst við mat á umsókninni. Þá fullyrti hún að allir vísindamenn Hafrannsóknastofnunar væri vanhæfir vegna þess að hún vann grunnmælingar á ástandi Hvalfjarðar með styrk frá Röst. Þar sem utanríkisráðuneytið gæti ekki rannsakað málið til hlýtar á þeim tíma sem væri til stefnu bæri því að hafna umsókninni fyrir þetta ár. Talin mögulega vænleg aðferð til þess að takast á við loftslagsvá Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur nú súrnun sjávar til viðbótar við hnattræna hlýnun. Súrnunin takmarkar getu hafsins til þess að taka við koltvísýringi. Hafið er langstærsti kolefnisviðtaki á jörðinni en áætlað er að það hafi til þessa tekið upp um fjórðung þess kolefnis sem menn hafa dælt út í andrúmsloftið og þannig komið í veg fyrir enn frekari hnattræna hlýnun en þegar er orðin. Markmið rannsóknar Rastar er að kanna hvort að hægt sé að líkja eftir náttúrulegri kolefnisbindingu sem á sér stað við veðrun bergs. Þegar basískt berg molnar og skolast út í sjó lækkar það sýrustig sjávar og gerir honum kleift að taka við meiri koltvísýringi úr lofti án þess að hann súrni frekar. Talið er að hægt sé að binda allt að milljarð tonna af koltvísýringi á ári með því að örva basavirkni sjávar. Mannkynið losar um 35 milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári. Aukning á basavirkni sjávar er á meðal þeirra aðgerða sem taldar vænlegar til árangurs til þess að glíma við loftslagsvandann. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur lagt áherslu á að rannsaka þá aðferð sérstaklega. Enn ríkir þó óvissa um umhverfisáhrif slíkra aðgerða og nauðsynlegt er talið að meta þau til að tryggja að aðgerðirnar valdi ekki skaðlegum áhrifum á sjávarvistkerfi. Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði Vísi í síðasta mánuði að mikilvægt væri að rannsaka kolefnisbindingaraðferðir líkt og Röst vill gera í Hvalfirði óháð því hvort þær reyndust raunhæfar eða ekki. Ella væri hætta á einhverjir freistuðust til þess að beita þeim aðferðum án þess að þær bæru raunverulegan árangur og með mögulega skaðlegum áhrifum fyrir umhverfið. Röst er óhagnaðardrifið rannsóknafélag sem hyggur ekki á kolefnisbindingarstarfsemi. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, hefur sagt að reynist aðferðin raunhæf verði henni beitt á alþjóðlegu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa en ekki í íslenskum fjörðum.
Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Hafið Vísindi Sveitarstjórnarmál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Sjá meira