Í tilkynningu segir að Brynjólfur hafi hafið störf hjá Nýherja, forvera Origo í október 2011 og hafi á þeim tíma sinnt fjölbreyttum störfum innan fjármálasviðs félagsins.
„Brynjólfur starfaði fyrst sem sérfræðingur í hagdeild áður en að hann tók við starfi innkaupastjóra. Síðustu ár hefur Brynjólfur leitt reikningshald félagsins sem forstöðumaður.
Brynjólfur lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig með M.Sc gráðu í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School og M.Sc. gráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.