Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2025 07:54 Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira