Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 12:32 Þorfinnur og Ástrós lifa lífinu saman en í sitthvorri borginni. Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum. Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Ástrós fór að kenna Pílates í Panama og Þorfinnur ákvað að taka annað masterspróf til að gera sig gjaldgengan á alþjóðavinnumarkaði. Hluta af náminu tók hann í Buenos Aires í Argentínu. Á þeim tíma fóru þau að undirbúa flutninga til Evrópu. „Það var gerð bara greining á ýmsum borgum í Evrópu en af ýmsum ástæðum þá varð Brussel fyrir valinu,“ segir Þorfinnur og Ástrós segir að þau hafa viljað vera í Evrópu af því þeim þykir vænt um álfuna „og við nenntum ekki að vera lengur á Íslandi og okkur langaði í fleiri ævintýri“ Fyrsta hálfa árið í Brussel unnu þau saman að því að koma upp Pílates stúdíói fyrir starfsemi Ástrósar - enda varð Brussel einkum fyrir valinu af því að þar sáu þau að væri markaður fyrir Romana’s Pílates, þá tegund sem Ástrós er sérhæfð í. Þorfinnur fékk svo vinnu eftir 6 mánuði og hefur verið í fastri vinnu allar götur síðan. En fyrir rösku ári ákvað hann að sækja um starf hjá OECD í draumaborginni sinni París og þau eru því núna í fjarbúð virka daga en sambúð langar helgar. Þetta er ekkert mál „Við vorum í fjarbúð í rúm 2 ár með hann á Srí Lanka, þannig að þetta er bara piece of cake,“ segir Ástrós hlæjandi, enda tekur hraðlestin á milli borganna ekki nema 1 klst. og 22 mínútur. Frá því að Þorfinnur gengur út af heimili sínu í París og þar til þau fallast í faðma í húsinu sem þau keyptu í Brussel líða aðeins tvær klukkustundir. Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir þau Þorfinn og Ástrósu til bæði Parísar og Brussel í þriðja þætti af sjöttu seríu Hvar er best að búa?. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Með fylgir brot úr þætti gærkvöldsins - sem sýnir glöggt að fjarbúðin fer ekki illa með hjónabandið. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk sem rekur kaffihús, rommverksmiðju, kennir Pilates, vinnur hjá OECD, er í verktakabransanum, rekur heimili fyrir táningsmæður í Kenía, selur fasteignir, leysir tölvuvandamál, vinnur við smíðar, sinnir lýsingarhönnun, hannar föt og býr í stórborgum, sveit og bæjum á Tenerife, Borgundarhólmi, Miami Beach, í Mexíkó, París, Brussel, Kenía og Lettlandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Magnús Ingvar Bjarnason hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Þorfinnur og Ástrós í fjarbúð milli Parísar og Brussel
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Belgía Frakkland Ástin og lífið Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira