Innlent

Ekki þver­fótað fyrir er­lendum blaða­mönnum í Nuuk

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um þingkosningarnar á Grænlandi sem fram fara í dag. Íslensk-grænlensk kona segir að íbúar í Nuuk geti vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum sem séu út um allt. 

Einnig heyrum við í Seðlankastjóra sem mætti fyrir þingnefnd í morgun. Hann segir að yfirvofandi tollastríð í heiminum gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almenning til hins verra. 

Einnig verður rætt við Ríkislögreglustjóra en þar herjar myglan á menn eins og víða annars staðar. 

Í íþróttafréttum dagsins er það svo Bónusdeild kvenna í körfubolta og svo er hiti að færast í leikinn í Meistaradeildinni.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgunnar 11. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×