Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2025 23:17 Malbikið í átt að Látrabjargi endar núna í sunnanverðum Patreksfirði, skammt vestan við bæinn Hvalsker. Þar tekur við 35 kílómetra malarvegur að Bjargtöngum. Egill Aðalsteinsson Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar tunglið gengur fyrir sólina og myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. Það er til marks um hvað þetta er sjaldséð fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir nærri sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allsstaðar á Íslandi í um tvær klukkustundir en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum, víðast í kringum eina mínútu. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur, í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í eina mínútu og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt suðvestan við Látrabjarg, undan Breiðafirði. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. Frá Hvallátrum.kmu En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur síðasta hlutann að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags, þegar vegurinn verður færður út fyrir þorpið, og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetrar eftir ómalbikaðir að Látrabjargi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Reykjanesbær Grundarfjörður Stykkishólmur Reykhólahreppur Bolungarvík Seltjarnarnes Grindavík Vogar Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar tunglið gengur fyrir sólina og myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. Það er til marks um hvað þetta er sjaldséð fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir nærri sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allsstaðar á Íslandi í um tvær klukkustundir en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum, víðast í kringum eina mínútu. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur, í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í eina mínútu og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt suðvestan við Látrabjarg, undan Breiðafirði. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. Frá Hvallátrum.kmu En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur síðasta hlutann að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags, þegar vegurinn verður færður út fyrir þorpið, og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetrar eftir ómalbikaðir að Látrabjargi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Reykjanesbær Grundarfjörður Stykkishólmur Reykhólahreppur Bolungarvík Seltjarnarnes Grindavík Vogar Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37
Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15
Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00