Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. mars 2025 11:47 Áin Guama og Amazon-regnskógurinn úr lofti. Munnur árinnar myndar suðurjaðar Bélem, höfuðborgar Pará-fylkis. Getty Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum. Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði. Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hraðbrautin sem mun heita Avenida Liberdade (Breiðgata frelsis á íslensku) á að auðvelda umferð til borgarinnar vegna ráðstefnunnar sem fer fram frá 10. til 21 nóvember 2025. BBC fjallar um málið. Sveitarstjórnaryfirvöld í Pará-fylki segja hraðbrautina vera sjálfbæra en íbúar svæðisins og náttúruverndarsinnar hafa mótmælt framkvæmdunum. Fullyrða margir að skógareyðingin fari þvert gegn markmiði ráðstefnunnar. Uppbygging hraðbrautarinnar hefur staðið til frá 2012 en ekki orðið af henni fyrr en nú vegna áhyggja um skaðleg áhrif hennar á umhverfið. Framkvæmdir eru þegar hafnar og búið að ryðja skóginn fyrir 13 kílómetra langan veginn. Skógurinn klofinn í tvennt Claudio Verquete, einn þeirra íbúa sem framkvæmdin hefur áhrif á, býr um 200 metra frá veginum og hafði tekjur af því að tína açaí-ber af trjám sem voru á svæðinu. Hann segir að með framkvæmdunum sé búið að eyðileggja alla uppskeru hans og hann hafi því ekki lengur fasta innkomu. Hann segist ekki hafa fengið neinar skaðabætur frá yfirvöldum vegna eyðileggingarinnar og hefur áhyggjur af því að vegurinn muni leiða til frekari skógareyðingar. „Við óttumst að einn daginn muni einhver koma hingað og segja: ,Hér er smá peningur. Við þurfum þetta svæði til að byggja bensínstöð eða vöruskemmu.' Og við munum svo þurfa að fara,“ segir Claudio. Þeirsem búi á svæðinu muni heldur ekki hafa aðgang að veginum þar sem hann verði lokaður af með veggjum. Vísindamenn hafa einnig lýst yfir áhyggjum með veginn þar sem hann muni kljúfa skóginn í tvennt og raska þannig dýralífi. Risavaxinn stækkun flugvallarins Adler Silvera, innviðaráðherra Pará-fylkis, segir uppbygginguna eina af þrjátíu verkefnum í borginni sem eigi að undirbúa hana og nútímavæða fyrir ráðstefnuna. Það sem mun þó hafa mun meiri umhverfisáhrif er þó fyrirhuguð stækkun á alþjóðaflugvellinum Belém/Val-de-Cans svo hægt sé að taka á móti fjórtán milljónum farþega. Ríkisstjórn Brasiíu hefur fjárfest 81 milljón Bandaríkjadala (um milljarður íslenskra króna) til þess. Einnig eru hafnar framkvæmdir á byggingu 500 þúsund fermetra almenningsgarðsins Parque de Cidade (Borgargarðurinn). Þar verði græn svæðim veitingastaðir og íþróttasvæði.
Brasilía Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira