Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 07:02 Brynjar Karl Sigurðsson fer yfir víðan völl í Einkalífinu. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir að tíminn sem hann hafi varið í Bandaríkjunum, þar sem hann nam meðal annars við kaþólskan einkaskóla hafi haft mikil áhrif á hann. Brynjar fermdist aldrei en er trúaður í dag. Þá gerði hann eitt sinn lítið úr breska knattspyrnuþjálfaranum Sam Allardyce, allt fyrir helberan misskilning. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Brynjar Karl er gestur. Þar ræðir Brynjar æskuna í Breiðholtinu, ferð hans inn á geðdeild þegar hann var ungur maður og áreitni sem hann varð fyrir sem ungur körfuboltamaður, svo fátt eitt sé nefnt. Hann ræðir líka árin með Aþenu, Hækkum rána og áhrifin sem umræðan hefur haft á fjölskyldu hans. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Fermdist ekki Brynjar Karl fer yfir víðan völl í Einkalífinu. Þar segir hann meðal annars frá því að hann hafi aldrei drukkið áfengi, það hafi aldrei heillað hann og hann verið grjótharður á þeirri skoðun. Hann segist ekki hafa fermst heldur. „Ég var svo staðfastur í öllu svona. Ég ákvað að fermast ekki og var sá eini í árgangnum,“ segir Brynjar en á þessum tíma var heldur ekki í boði að ferma sig borgaralega líkt og í dag. Hann segir eldri systur sína hafa verið sér fyrirmynd í þessu og segist ekki viss um að hann hefði fermst borgaralega. Svakaleg breyting Brynjar segir frá því í Einkalífinu að hann hafi sautján ára gamall farið til Bandaríkjanna að spila körfubolta og um leið verið í skóla. Hann fór til Quad Cities í Illinois ríki í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá Chicago. „Þar fer ég í kaþólskan einkaskóla,“ segir Brynjar sem rekinn var af nunnum og prestum. Faðir Stanley hafi þar mætt og farið með faðir vorið fyrir leiki. Hvernig var að vera í kaþólskum einkaskóla fyrir ófermdan Breiðhylting? „Bara svakalegt. Ég var alveg tugtaður til,“ segir Brynjar og rifjar upp að hann hafi einu sinni hugsað um það í einum tíma að skila ekki inn einhverjum stærðfræðiverkefnum. Kennarinn, frú Howard, hafi séð í gegnum hann um leið. „Kennarinn er bara svo fínstillt þarna, að hún sér þetta og segir: Brynjar, ert þú að hugsa um að skila ekki þessu verkefni? Ég bara, hva, les hún hugsanir? Svo er það næsta sem ég vissi að ég þegar ég mætti á körfuboltaæfingu, þá segir þjálfarinn: Heyrðu, ég var að tala hérna við Miss Howard og hún var segja mér að þú værir að hugsa allskonar hluti,“ segir Brynjar hlæjandi í þættinum. Hann segir að honum hafi þá verið tjáð það að ætlaði hann ekki að standa sig yrði meðaleinkunnin sem hann yrði að vera með til þess að fá að spila með liðinu einfaldlega hækkuð. Þarna hafi verið alvöru agi og þurfti Brynjar að mæta í skólabúning sér hvern dag. Hann segir þennan tíma hafa haft gríðarleg áhrif á hann. Brynjar segir að þrátt fyrir að hann hafi ekki fermst sé hann trúaður í dag. Það hafi einfaldlega verið val en hann segir að lærifaðir hans í Bandaríkjunum hafi haft gríðarleg áhrif á hann. Brynjar segist í gríni hafa verið „költ-tækur“ á þessum tíma. Ekkert hafi orðið til þess að hann greip trúna á lofti, það hafi verið ákvörðun. „Ég sagði bara: Ég ætla að verða trúaður eins og þessi maður. Ég ákvað þetta. Og mér fannst þetta ömurlegt allt saman. En ég hugsaði bara: Ég ætla að rækta með mér trú hérna. Ég ætla bara að verða eins og hann.“ Merkilegast að selja Degi Sig Þá ræðir Brynjar í Einkalífinu einnig um ævintýrið að baki Sideline Sports, hugbúnaðarforriti sem einfaldar líf þjálfara og hefur verið selt til risaliða í NBA, NFL og ensku úrvalsdeildinni í fótbolta svo eitthvað sé nefnt. Brynjar rifjar upp merkilegustu stundina að hans mati. „Mér fannst eiginlega bara merkilegast þegar ég seldi Degi Sig, hann keypti fyrsta forritið. Þá var keyrt á gamla Volvo-inum hans Bubba og spilað Ain't No Stopping Us Now með McFadden. Og ég er ekkert að grínast með það. Ég held það hafi verið spilað fjórum sinnum. Og við vorum hérna í Síðumúlanum, þannig við keyrðum fram hjá þessu húsi og svona, með allt í botni, með bassabox í skottinu.“ Brynjar segir alla vini hans á þessum tíma hafa verið að klára skóla, hann hafi einfaldlega verið eilífðarstúdent sem ekki hafi vitað hvað hann átti að gera, fyrir utan þjálfunina, það fannst honum merkilegast. Við tók mikið ævintýri með Sideline Sports en Brynjar eyddi löngum tíma í Bandaríkjunum og í Bretlandi við að kynna og selja forritið. Sam Allardyce hefur komið víða við á ferlinum, þjálfað mörg af stærstu liðum Bretlands og landslið Englands. EPA-EFE/TIM KEETON Gaf óvart lítið fyrir Stóra-Sam „Þarna er góð saga, Sam Allardyce sem var landsliðsþjálfari Breta, hann var á þessum tíma að þjálfa Bolton í Bretlandi. Ég hef samband við Guðna Bergs, sem er þá að spila með félaginu, þá nýbúinn að selja Degi. Við förum inn í einhvern svona bíósal þar sem var verið að sýna sögu Bolton og ég er ekkert inni í fótboltanum,“ segir Brynjar. „Svo bara kemur inn einhver stór hlunkur og hann var kynntur sem manager. Ég er svo mikill Kani að ég hélt að hann væri bara einhver janitor eða eitthvað svoleiðis. Svo var einhver coach eða trainer, sem var þá bara einhver gæi sem sótti kaffi fyrir Allardyce. Þannig að alla kynninguna var ég að dissa Allardyce, sem var eitthvað huge nafn en ég var bara alltaf að tala við trainerinn,“ segir Brynjar hlæjandi. Hann segist ekki hafa litið einu sinni á Sam, sem oftast er kallaður Stóri-Sam. Þarna hafi bandaríska enskan vafist fyrir Brynjari. Allt fór hinsvegar vel að lokum og segist Brynjar telja að þetta hátterni hans á kynningunni hafi heillað menn hjá Bolton. „Þeir enda á að kaupa þetta af því að ég big-time-aði hann svo mikið.“ Einnig má hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Aþena Tengdar fréttir „Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15 „Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28. janúar 2025 23:59 Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Evrópubikarmeistarinn Björgvin Páll Gústavsson og Íslandsmeistarinn Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson eftir ásakanir í hans garð um ofbeldisfulla hegðun í þjálfun. 6. febrúar 2025 12:31 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Brynjar Karl er gestur. Þar ræðir Brynjar æskuna í Breiðholtinu, ferð hans inn á geðdeild þegar hann var ungur maður og áreitni sem hann varð fyrir sem ungur körfuboltamaður, svo fátt eitt sé nefnt. Hann ræðir líka árin með Aþenu, Hækkum rána og áhrifin sem umræðan hefur haft á fjölskyldu hans. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Fermdist ekki Brynjar Karl fer yfir víðan völl í Einkalífinu. Þar segir hann meðal annars frá því að hann hafi aldrei drukkið áfengi, það hafi aldrei heillað hann og hann verið grjótharður á þeirri skoðun. Hann segist ekki hafa fermst heldur. „Ég var svo staðfastur í öllu svona. Ég ákvað að fermast ekki og var sá eini í árgangnum,“ segir Brynjar en á þessum tíma var heldur ekki í boði að ferma sig borgaralega líkt og í dag. Hann segir eldri systur sína hafa verið sér fyrirmynd í þessu og segist ekki viss um að hann hefði fermst borgaralega. Svakaleg breyting Brynjar segir frá því í Einkalífinu að hann hafi sautján ára gamall farið til Bandaríkjanna að spila körfubolta og um leið verið í skóla. Hann fór til Quad Cities í Illinois ríki í um tveggja klukkustunda fjarlægð frá Chicago. „Þar fer ég í kaþólskan einkaskóla,“ segir Brynjar sem rekinn var af nunnum og prestum. Faðir Stanley hafi þar mætt og farið með faðir vorið fyrir leiki. Hvernig var að vera í kaþólskum einkaskóla fyrir ófermdan Breiðhylting? „Bara svakalegt. Ég var alveg tugtaður til,“ segir Brynjar og rifjar upp að hann hafi einu sinni hugsað um það í einum tíma að skila ekki inn einhverjum stærðfræðiverkefnum. Kennarinn, frú Howard, hafi séð í gegnum hann um leið. „Kennarinn er bara svo fínstillt þarna, að hún sér þetta og segir: Brynjar, ert þú að hugsa um að skila ekki þessu verkefni? Ég bara, hva, les hún hugsanir? Svo er það næsta sem ég vissi að ég þegar ég mætti á körfuboltaæfingu, þá segir þjálfarinn: Heyrðu, ég var að tala hérna við Miss Howard og hún var segja mér að þú værir að hugsa allskonar hluti,“ segir Brynjar hlæjandi í þættinum. Hann segir að honum hafi þá verið tjáð það að ætlaði hann ekki að standa sig yrði meðaleinkunnin sem hann yrði að vera með til þess að fá að spila með liðinu einfaldlega hækkuð. Þarna hafi verið alvöru agi og þurfti Brynjar að mæta í skólabúning sér hvern dag. Hann segir þennan tíma hafa haft gríðarleg áhrif á hann. Brynjar segir að þrátt fyrir að hann hafi ekki fermst sé hann trúaður í dag. Það hafi einfaldlega verið val en hann segir að lærifaðir hans í Bandaríkjunum hafi haft gríðarleg áhrif á hann. Brynjar segist í gríni hafa verið „költ-tækur“ á þessum tíma. Ekkert hafi orðið til þess að hann greip trúna á lofti, það hafi verið ákvörðun. „Ég sagði bara: Ég ætla að verða trúaður eins og þessi maður. Ég ákvað þetta. Og mér fannst þetta ömurlegt allt saman. En ég hugsaði bara: Ég ætla að rækta með mér trú hérna. Ég ætla bara að verða eins og hann.“ Merkilegast að selja Degi Sig Þá ræðir Brynjar í Einkalífinu einnig um ævintýrið að baki Sideline Sports, hugbúnaðarforriti sem einfaldar líf þjálfara og hefur verið selt til risaliða í NBA, NFL og ensku úrvalsdeildinni í fótbolta svo eitthvað sé nefnt. Brynjar rifjar upp merkilegustu stundina að hans mati. „Mér fannst eiginlega bara merkilegast þegar ég seldi Degi Sig, hann keypti fyrsta forritið. Þá var keyrt á gamla Volvo-inum hans Bubba og spilað Ain't No Stopping Us Now með McFadden. Og ég er ekkert að grínast með það. Ég held það hafi verið spilað fjórum sinnum. Og við vorum hérna í Síðumúlanum, þannig við keyrðum fram hjá þessu húsi og svona, með allt í botni, með bassabox í skottinu.“ Brynjar segir alla vini hans á þessum tíma hafa verið að klára skóla, hann hafi einfaldlega verið eilífðarstúdent sem ekki hafi vitað hvað hann átti að gera, fyrir utan þjálfunina, það fannst honum merkilegast. Við tók mikið ævintýri með Sideline Sports en Brynjar eyddi löngum tíma í Bandaríkjunum og í Bretlandi við að kynna og selja forritið. Sam Allardyce hefur komið víða við á ferlinum, þjálfað mörg af stærstu liðum Bretlands og landslið Englands. EPA-EFE/TIM KEETON Gaf óvart lítið fyrir Stóra-Sam „Þarna er góð saga, Sam Allardyce sem var landsliðsþjálfari Breta, hann var á þessum tíma að þjálfa Bolton í Bretlandi. Ég hef samband við Guðna Bergs, sem er þá að spila með félaginu, þá nýbúinn að selja Degi. Við förum inn í einhvern svona bíósal þar sem var verið að sýna sögu Bolton og ég er ekkert inni í fótboltanum,“ segir Brynjar. „Svo bara kemur inn einhver stór hlunkur og hann var kynntur sem manager. Ég er svo mikill Kani að ég hélt að hann væri bara einhver janitor eða eitthvað svoleiðis. Svo var einhver coach eða trainer, sem var þá bara einhver gæi sem sótti kaffi fyrir Allardyce. Þannig að alla kynninguna var ég að dissa Allardyce, sem var eitthvað huge nafn en ég var bara alltaf að tala við trainerinn,“ segir Brynjar hlæjandi. Hann segist ekki hafa litið einu sinni á Sam, sem oftast er kallaður Stóri-Sam. Þarna hafi bandaríska enskan vafist fyrir Brynjari. Allt fór hinsvegar vel að lokum og segist Brynjar telja að þetta hátterni hans á kynningunni hafi heillað menn hjá Bolton. „Þeir enda á að kaupa þetta af því að ég big-time-aði hann svo mikið.“ Einnig má hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Aþena Tengdar fréttir „Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15 „Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28. janúar 2025 23:59 Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Evrópubikarmeistarinn Björgvin Páll Gústavsson og Íslandsmeistarinn Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson eftir ásakanir í hans garð um ofbeldisfulla hegðun í þjálfun. 6. febrúar 2025 12:31 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Sjá meira
„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15
„Fokking aumingjar“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 28. janúar 2025 23:59
Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Evrópubikarmeistarinn Björgvin Páll Gústavsson og Íslandsmeistarinn Höskuldur Gunnlaugsson hafa tekið upp hanskann fyrir körfuboltaþjálfarann Brynjar Karl Sigurðsson eftir ásakanir í hans garð um ofbeldisfulla hegðun í þjálfun. 6. febrúar 2025 12:31