Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:07 Pakistanskir hermenn í Balochistan í morgun. AFP/Banaras Khan Yfirvöld í Pakistan segja að minnsta kosti 190 gísla hafa verið frelsaða úr gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði en margir þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Vígamenn stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu. Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti. Pakistan Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti.
Pakistan Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira