Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 18:03 Ronaldo Luis Nazario er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. AP/Manu Fernandez Brasilíska fótboltagoðsögnin Ronaldo er hættur við að bjóða sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins. Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025 Brasilía Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Hinn 48 ára gamli Ronaldo, sem heitir fullu nafni Ronaldo Luís Nazário de Lima, er einn besti knattspyrnumaður sem Brasilíumenn hafa eignast. Hann fékk tvívegis Gullknöttinn sem besti knattspyrnumaður heims og varð tvisvar heimsmeistari með brasilíska landsliðinu. Alls skoraði Ronaldo 62 mörk í 98 landsleikjum fyrir Brasilíu þar af það fyrsta á móti Íslandi 1994 og fimmtán þeirra í nítján leikjum í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins Ronaldo tilkynnti um framboð sitt í desember síðastliðnum og lýsti þá yfir að hann ætlaði sér að endurheimta virðingu og orðstír Brasilíumanna eftir mörg hneykslismál meðal forseta sambandsins síðustu ár. Ronaldo er nú hættur við af því að hann taldi sig ekki fá nægan stuðning frá héraðssamböndunum. Réttara sagt hann fékk ekki einu sinni að kynna sitt framboð. ESPN segir frá. „Þegar ég reyndi fyrst að hafa samband við þessi 27 héraðssambönd þá kom ég að lokuðum dyrum hjá 23 þeirra. Ef meirihlutinn í brasilískum fótbolta telur að brasilíski fótbolti sé í góðum höndum þá skiptir engu máli hvað ég held,“ skrifaði Ronaldo í yfirlýsingu á samfélagmiðlum. „Samböndin neituðu að taka á móti mér í persónu af því að þeir voru svo ánægð með núverandi stjórnendur. Ég gat því ekki lagt fram mínar hugmyndir eða sagt frá minni framtíðarsýn. Ég fékk því miður heldur ekki tækifæri til að hlusta á þeirra áhyggjur eða fá að vita um þeirra framtíðarsýn,“ skrifaði Ronaldo. Það lítur því út að núverandi forseti, Ednaldo Rodrigues, fá ekkert mótframboð. Hinn 71 árs gamli Rodrigues var kosinn árið 2022 og varð þá 24. forseti brasilíska sambandsins frá upphafi. Depois de declarar publicamente o meu desejo de me candidatar à presidência da CBF no próximo pleito, retiro aqui, oficialmente, a minha intenção. Se a maioria com o poder de decisão entende que o futebol brasileiro está em boas mãos, pouco importa a minha opinião.Conforme já… pic.twitter.com/nOdHJkRvT7— Ronaldo Nazário (@Ronaldo) March 12, 2025
Brasilía Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira