Enski boltinn

„Ef ein­hver segir að hann viti eitt­hvað þá er hann að ljúga“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk og félögum í Liverpool tókst ekki að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Virgil van Dijk og félögum í Liverpool tókst ekki að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. AFP/Anne-Christine POUJOULAT

Virgil van Dijk fékk enn á ný spurningar um framtíð sína hjá Liverpool eftir tapið á mótið Paris Saint Germain í Meistaradeildinni.

Fyrirliði Liverpool er að renna út á samningi í sumar og margir stuðningsmenn Liverpool eru nú farnir að óttast það að hann sé að yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Ekkert hefur verið að frétta af samningamálum Van Dijk né þeirra Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold sem eru í sömu stöðu og miðvörðurinn öflugi.

„Ég hef enga hugmynd. Ég veit ekkert hvað tekur við á þessari stundu. Ég segi það alveg eins og er. Ég veit ekki neitt,“ sagði Van Dijk þegar hann var spurður út í samningamálin sín.

Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021.

„Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk.

Hann er orðinn 33 ára og lengd samningsins hlýtur að vera það sem skiptir mestu máli fyrir báða aðila.

„Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk.

„Eins og staðan er núna þá veit ég ekki hvað mun gerast á næsta tímabili. Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga upp í opið geðið á ykkur,“ sagði Van Dijk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×