Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2025 23:31 Fabio Capello er ekki hrifinn af Pep Guardiola og segir mikil áhrif hans vera slæm fyrir fótboltann. AFP/FADEL SENNA/Oli SCARFF Eitt er víst. Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola á sér marga aðdáendur en Ítalinn Fabio Capello er ekki í þeirra hópi. Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Capello hraunaði yfir Guardiola í nýju viðtali við spænska blaðið El Mundo. Hann var ekki að tala undir rós þegar kom að áliti hans á að einum allra besta knattspyrnustjóra heimsins í dag. „Veistu hvað ég þoli ekki hjá Guardiola? Það er hrokinn hans. Meistaradeildin sem hann vann með City er eina skiptið þar sem hann reyndi ekki að gera eitthvað fyndið eða furðulegt í lykilleikjum liðsins,“ sagði Fabio Capello við El Mundo en Guardiola á það oft til að koma mörgum á óvörum með uppstillingu sinni í mikilvægum leikjum. Fyrirsögnin á viðtalinu við Fabio Capello.El Mundo „Hann reyndi að breyta hlutum og finna hluti upp svo hann gæti sagt: Það eru ekki leikmennirnir sem vinna leikina, það er ég sem vinn leikina,“ sagði Capello. „Þessi hroki hans hefur kostað hann nokkra titla í Meistaradeildinni,“ sagði Capello. „Þó að það sé ekki lengur hans sök þá hefur hann skaðað fótboltann mikið. Ástæðan fyrir því að undanfarin tíu ár hafa allir stjórar reynt að herma eftir honum,“ sagði Capello. Fabio Capello átti sjálfur flottan fótboltaferil, bæði með félagsliði en einnig með enska landsliðinu frá 2007 til 2012. Hann þjálfaði einnig rússneska landsliðið en þekktastur er hann fyrir tíma sinn með AC Milan, Juventus og Real Madrid. AC Milan varð fjórum sinnum ítalskur meistari undir hans stjórn og hann vann Meistaradeildina líka 1994. Hann gerði einnig Real Madrid tvisvar að spænskum meisturum og Roma einu sinni að ítölskum meisturum. Titlarnir tveir sem Juventus vann undir hans stjórn, 2005 og 2006, voru teknir af félaginu vegna Calciopoli veðmálasvindlsins. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti