Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 19:19 Markmiðið með uppbyggingunni er að styrkja fyrirliggjandi byggð. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira