Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Tryggvi Helgason er barnalæknir við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Vísir/Bjarni Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aðstoðar fjölskyldur barna með offitu með þverfaglegum leiðum. Sem stendur eru sjötíu börn á biðlista en á dögunum tryggði heilbrigðisráðherra Heilsuskólanum aukalega þrjátíu og sex milljónir til að stytta biðlistann. Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskólanum fagnar stuðningnum ákaft. „Heilsuskólinn var kominn í þá stöðu að það voru allt of margir sem biðu eftir meðferð og það var orðinn fimmtán mánaða bið sem núna er búið að stytta niður í tíu mánuði.“ Tryggvi segir algengi offitu hjá börnum hafa aukist ár frá ári og jafnframt að hún sé meiri en á hinum Norðurlöndunum. „Við erum nær Bretum, Bandaríkjunum og Suður-Evrópu heldur en Norður-Evrópu og Norðurlöndunum. Það hefur verið nokkuð stöðugt, um það bil fimm prósent barna með offitu en undanfarin sex ár hefur þetta aukist upp í sjö og hálft prósent barna þannig að fjöldinn er um það bil fimm þúsund sem er með offitu, myndi maður áætla,“ segir Tryggvi. Um það bil fimmtíu börn í Heilsuskólanum nota þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic. „Lyfið hefur hjálpað mörgum sem hefur ekki tekist með öðrum hætti að snúa þróuninni við, það eru börnin sem við höfum notað lyfin á. Stundum eru þau notuð til stuðnings ef komnir eru alvarlegir fylgisjúkdómar, en í flestum tilvikum reynum við annað fyrst og svo eru lyfin viðbótarmöguleiki.“ Tryggvi segir fjöldann allan af mýtum um offitu og of mikið um einfaldanir. Það sem virki fyrir einn þurfi alls ekki að virka fyrir annan. Orsakir offitu séu fjölmargar og lausnir til að vinna á offitu séu það líka. „Það er seddustjórnunarkerfi líkamans sem sér um að við borðum passlega, þau geta verið biluð hjá sumum og öðrum ekki. Þetta er ekkert í almannaþekkingu og þá verða til mýtur.“ Tryggvi segir íslenskt samfélag þurfa á stórtækum breytingum að halda til að snúa þróuninni við. „Það eru komnir snjallsímar, tölvur og það eru komnar lausnir sem einfalda okkur lífið og auka kyrrsetuna. Það er grunnatriðið sem er búið að breytast. Við erum farin að borða meira af iðnaðarmat, framleiddum mat og svo framvegis. En svo eru hlutir eins og að það er of lítill svefn, það er of lítil samvera með fjölskyldu og líka stórfjölskyldu og svo framvegis.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Meira en milljarður manna þjáist af offitu Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. 1. mars 2024 07:13