Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 10:01 Orri Steinn Óskarsson fagnar hér marki með íslenska landsliðinu en í næsta landsleik verður hann kominn með fyrirliðabandið. AFP/Attila KISBENEDEK Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og það þrátt fyrir að vera ekki búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Hann nær þó hvorki metinu yfir yngsta fyrirliða Íslands í karlalandsleik, hvorki í vináttuleik né í keppnisleik. Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM) Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann ætlaði að geta Orra Stein að fyrirliða þar sem hann væri leiðtogi nýju kynslóðarinnar í liðinu. Það að hann sé að fá fyrirliðabandið fyrir 21 árs afmælið sitt, var full ástæða til að skoða sögubæknurnar. Metin falla ekki því þau verða áfram í eigu þeirra Eyleifs Hafsteinssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Eyleifur Hafsteinsson er hér í miðjunni á mynd sem var tekin fyrir æfingu landsliðsins á Parken. Hægra megin við Eyleif er Hermann Gunnarsson.Timarit.is/Tíminn Eyleifur er yngsti fyrirliði Íslands í A-landsleik karla. Hann var aðeins tuttugu ára, tveggja mánaða og fjórtán daga þegar hann var fyrirliði Íslands í vináttulandsleik á móti Bretlandi á Laugardalsvellinum 14. ágúst 1967. Bretarnir unnu leikinn 3-0 en þetta var áttundi landsleikur Eyleifs. Eyleifur var líka fyrirliði í næsta leik á eftir sem er einn frægasti leikur í sögu Íslands þegar liðið tapaði 14-2 á móti Dönum í vináttulandsleik á Parken 23. ágúst 1967. Eyleifur átti eftir að spila 26 landsleiki en var bara fyrirliði í þessum tveimur leikjum. Mynd af Ásgeiri Sigurvinssyni heilsa fyrirliða Belga fyrir leikinn. Myndin birtist á forsíðu Vísis.timarit.is/Vísir Ásgeir Sigurvinsson er síðan yngsti fyrirliði Íslands í keppnislandsleik. Hann var aðeins tuttugu ára, þriggja mánaða og 29 daga þegar hann var fyrirliði Íslands í leik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975. Belgarnir unnu þann leik 1-0 en þetta var fjórtándi landsleikur Ásgeirs. Ásgeir var einnig fyrirliði í tveimur lansleikjum í undankeppni HM haustið 1977 en hann leiddi íslenska landsliðið sjö sinnum út á völlinn sem fyrirliði. Einn af þeim var síðasti landsleikur hans þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Yngstu fyrirliðar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu: 20 ára - 2 mánaða og 14 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Bretlandi 14. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 2 mánaða og 23 daga Eyleifur Hafsteinsson á móti Danmörku 23. ágúst 1967 (vináttuleikur) 20 ára - 3 mánaða og 29 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 6. september 1975 (Undankeppni EM) 20 ára - 6 mánaða og 20 daga Ef Orri Steinn Óskarsson verður fyrirliði á móti Kósóvó (Umspil Þjóðadeildar) 20 ára - 11 mánaða og 13 daga Gísli Torfason á móti Færeyjum 23. júní 1975 (vináttuleikur) 22 ára - 3 mánaða og 23 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Hollandi 31. ágúst 1977 (Undankeppni HM) 22 ára - 3 mánaða og 26 daga Ásgeir Sigurvinsson á móti Belgíu 3. september 1977 (Undankeppni HM) 23 ára - 1 mánaða og 5 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Frakklandi 27. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 1 mánaða og 8 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Svíþjóð 30. maí 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 3 mánaða og 24 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Færeyjum 15. ágúst 2012 (vináttuleikur) 23 ára - 4 mánaða og 16 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Noregi 7. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Kýpur 11. september 2012 (Undankeppni HM) 23 ára - 4 mánaða og 29 daga Gylfi Þór Sigurðsson á móti Rúslandi 6. febrúar 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða Kolbeinn Sigþórsson á móti Færeyjum 14. ágúst 2013 (vináttuleikur) 23 ára - 5 mánaða og 20 daga Aron Einar Gunnarsson á móti Albaníu 12. október 2012 (Undankeppni HM)
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira