Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 12:14 Aldís Rún Lárusdóttir er sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. SHS Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum. Í fyrra voru flutt inn 630 tonn af flugeldum. Fjórir aðilar annast innflutning, Landsbjörg, sem flytur inn meirihlutann, og svo þrjú einkafyrirtæki. Jafnan selst ekki hluti af þeim flugeldum sem fluttir eru inn til landsins um áramótin og eru þeir geymdir til næstu áramóta. Þá þarf að geyma þá í tryggum geymslum. Landsbjörg geymir þrjú hundruð bretti í húsnæði á leyndum stað á höfuðborgarsvæðinu. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir einhver hinna fyrirtækjanna nýta sér eigið sameiginlegt svæði. „Þetta er geymslusvæði utandyra í gámum sem er hannað meðal annars fyrir svona geymslu,“ segir Aldís. „Það er búið að leggja fram hönnun með ákveðnum varúðarráðstöfunum um fjarlægðir og öryggisvarnir gagnvart öðrum svæðum. Þar er tekið á magni. Þannig við erum almennt ekki með áhyggjur af þessu svo lengi sem þessari hönnun er fylgt.“ Treysta á að fyrirtæki fari eftir reglum Slökkviliðið hefur ekki sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum en vita um geymslustaðina. Treyst er á að geymsla fari fram þar og ekki hefur borist ábending um annað. „Það er auðvitað í kringum flugeldasölutímabilið, þá kemur fyrir að einkaaðilar séu að kaupa mikið og geyma heima hjá sér, í bílskúrnum og slíkt. Það er ekkert eftirlit af okkar hálfu með því,“ segir Aldís. Flugeldar Slökkvilið Áramót Slysavarnir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Í fyrra voru flutt inn 630 tonn af flugeldum. Fjórir aðilar annast innflutning, Landsbjörg, sem flytur inn meirihlutann, og svo þrjú einkafyrirtæki. Jafnan selst ekki hluti af þeim flugeldum sem fluttir eru inn til landsins um áramótin og eru þeir geymdir til næstu áramóta. Þá þarf að geyma þá í tryggum geymslum. Landsbjörg geymir þrjú hundruð bretti í húsnæði á leyndum stað á höfuðborgarsvæðinu. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir einhver hinna fyrirtækjanna nýta sér eigið sameiginlegt svæði. „Þetta er geymslusvæði utandyra í gámum sem er hannað meðal annars fyrir svona geymslu,“ segir Aldís. „Það er búið að leggja fram hönnun með ákveðnum varúðarráðstöfunum um fjarlægðir og öryggisvarnir gagnvart öðrum svæðum. Þar er tekið á magni. Þannig við erum almennt ekki með áhyggjur af þessu svo lengi sem þessari hönnun er fylgt.“ Treysta á að fyrirtæki fari eftir reglum Slökkviliðið hefur ekki sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum en vita um geymslustaðina. Treyst er á að geymsla fari fram þar og ekki hefur borist ábending um annað. „Það er auðvitað í kringum flugeldasölutímabilið, þá kemur fyrir að einkaaðilar séu að kaupa mikið og geyma heima hjá sér, í bílskúrnum og slíkt. Það er ekkert eftirlit af okkar hálfu með því,“ segir Aldís.
Flugeldar Slökkvilið Áramót Slysavarnir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira