Frá þessu er greint á Fótbolta.net þar sem Rúnar staðfestir fjarveru leikmannsins á æfingu í gær og segir hana með öllu óásættanlega.
Í grein miðilsins kemur fram að Alex hafi undanfarið glímt við meiðsli í ökkla en það er þó engin afsökun miðað við orð Rúnars.
„Ég kann ekki við að vera með mikið af reglum en ég ætlast til að menn mæti alltaf á æfingar. Við erum búnir að ræða málin hérna innanbúðar, erum búnir að ræða við Alex og taka á þessu,“ segir Rúnar við Fótbolta.net.
Alex Freyr, sem er 27 ára, lék 22 deildarleiki með Fram á síðustu leiktíð og skoraði sex mörk.