Það hafa vissulega ekki verið margar ástæður fyrir Sir Alex til að brosa yfir gengi hans gömlu lærisveina í Manchester United á þessu tímabili en hin ástríðan hans, hrossaræktin, er aftur á móti að gefa hinum 83 gamla Ferguson ástæðu til að gleðjast.
Ferguson var heldur betur í essinu sínu og brosandi út að eyrum á hestakeppni á Cheltenham hátíðinni í vikunni.
Hestur í eigu Sir Alex fagnaði þá sigri í Novices’ Handicap kappreiðunum.
Ferguson lét sig ekki vanta og kom sigri hrósandi til knapa síns og hestsins Caldwell Potter eftir keppnina.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af skælbrosandi Sir Alex Ferguson.
Ferguson vann alls 38 titla sem knattspyrnustjóri Manchester United og ellefu að auki sem stjóri skoska liðsins Aberdeen þar hann var áður en hann kom á Old Trafford árið 1986.