Fótbolti

Læri­sveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leon Aderemi Balogun og Mohammed Diomande fagna hér sigri Rangers í kvöld.
Leon Aderemi Balogun og Mohammed Diomande fagna hér sigri Rangers í kvöld. AFP/ANDY BUCHANAN

Rangers komst í kvöld áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigur á tyrkneska liðinu Fenerbahce í vítakeppni.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, talaði um það að þetta væri ekki búið þrátt fyrir slæm úrslit í fyrri leiknum og það stóðst hjá honum.

Rangers var í frábærum málum eftir 3-1 sigur í Tyrklandi í fyrri leiknum.

Fenerbahce vann leikinn 2-0 og því varð að framlengja því staðan var 3-3 samanlagt.

Sebastian Szymanski skoraði bæði mörk tyrkneska liðsins, það fyrra á 45. mínútu en það síðara á 73. mínútu.

Úrslitin réðust svo í vítakeppni þar sem Rangers hafði betur 3-2. Jack Butland varði tvö víti og eitt víti fór yfir hjá tyrkneska liðinu.

Tyrkirnir klikkuðu á tveimur síðustu vítaspyrnum sínum og þremur vítaspyrnum alls.

Dusan Tadic, Fred og Mert Hakan Yandas klúðruðu vítaspyrnum fyrir Fenerbahce en Skotarnir nýtti þrjár af fjórum sínum og þurftu ekki að taka loka vítið sitt.

Edin Dzeko og Alexander Djiku voru þeir einu í liði Fenerbahce sem skoruðu úr vítspyrnum sínum

Ianis Hagi klikkaði á sinni spyrnu hjá Rangers en þeir James Tavernier, Václav Cerny og Tom Lawrence skoruðu allir.

Átta liða úrslit Evrópudeildarinnar líta því þannig út:

Bodö/Glimt - Lazio

Tottenham Hotspur - Eintracht Frankfurt

Rangers - Athletic Bilbao

Lyon - Manchester United




Fleiri fréttir

Sjá meira


×