Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2025 12:36 Mótmælin í Dhaka fóru friðsamlega fram en í Magura kveiktu mótmælendur í húsinu þar sem nauðgunin átti sér stað. AP/Mahmud Hossin Opu Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir. Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Stúlkan var send í heimsókn til systur sinnar í borginni Magura fyrr í mánuðinum. Þar var henni nauðgað að því er virðist á hrottalegan hátt en hún var lögð inn á sjúkrahús í höfuðborginni Dhaka í kjölfarið, þar sem hún lést í gær eftir að hafa farið þrisvar sinnum í hjartastopp. Átján ára eiginmaður systurinnar, bróðir hans og foreldrar voru handtekin í tengslum við málið. „Ég hélt að dóttir mín myndi hafa þetta af,“ höfðu staðarmiðlar eftir móðurinni í gær. „Ef hún hefði lifað þá hefði ég aldrei aftur leyft henni að fara neitt ein.“ Menn geta átt yfir höfði sér dauðadóm fyrir að nauðga börnum í Bangladess.AP/Mahmud Hossin Opu Þúsundir söfnuðust saman í Magura í gær þegar stúlkan var borin til grafar. Þá var efnt til sýndarútfarar við Dhaka-háskóla og mótmælaganga farin. Kallað hefur verið eftir endurbótum á lögum til verndar konum og börnum og auknu réttlæti til handa þolendum kynferðisofbeldis. Þá segja mótmælendur þörf á að skýra hugtakið „nauðgun“ betur í lögum. Búið er að ræða við tólf eða þrettán vitni og vonir standa til að réttarhöld í málinu hefjist í næstu viku. Að minnsta kosti þremur börnum á svipuðum aldri hefur verið nauðgað í Bangladess frá því að brotið var gegn stúlkunni. Mál hafa verið höfðuð í tengslum við 3.438 nauðganir gegn börnum á síðustu átta árum en þolendurnir eru taldir mun fleiri. Í að minnsta kosti 539 tilvikum voru börnin undir sex ára og í 933 tilvikum voru þau á aldrinum sjö til tólf ára. Í flestum tilvikum er gerandinn einhver sem barnið þekkir.
Bangladess Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira